Viðskipti innlent

Fleiri ferða­menn og fleiri utan­lands­ferðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það rignir víðast hvar á landinu í dag og því gott að hafa regnhlífar við höndina.
Það rignir víðast hvar á landinu í dag og því gott að hafa regnhlífar við höndina. Vísir/Lýður

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 302 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu, 9,1% fleiri en í júlí 2024. Um þriðjung brottfara má rekja til Bandaríkjamanna.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu. Brottfarir Íslendinga voru um 67 þúsund í júlí, 6,2% fleiri en í sama mánuði 2024.

Fjölgun frá stærstu mörkuðum

Um 101 þúsund Bandaríkjamenn fóru frá landinu í júlí, 2,2% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þjóðverjar voru í öðru sæti með tæplega 22 þúsund brottfarir (7,2% af heild), sem er 17,9% aukning frá fyrra ári. Bretar voru í þriðja sæti með um 17 þúsund brottfarir (5,7% af heild), 37% fleiri en í júlí í fyrra. Í fjórða sæti voru Kanadamenn (4,9% af heild) með um 15 þúsund brottfarir og fjölgaði þeim um 22,2% frá fyrra ári.

Þar á eftir fylgdu Frakkar (4,8%), Kínverjar (4,2%), Ítalir (3,9%), Belgar (3,2%), Pólverjar (3,2%) og Danir (3,0%).

Frá áramótum (janúar-júlí) hafa tæplega 1,3 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi, sem er 1,4% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum hafa Íslendingar farið utan um 438 þúsund sinnum, sem er 21,6% aukning frá sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×