Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Óskar Albert Torfason er þúsundþjalasmiður á Drangsnesi sem er nýhættur störfum, þ.e. aðalstarfinu hjá fiskvinnslunni. Hann sinnir enn hitaveitunni og svarar kalli sveitunga sinna þegar þá vantar aðstoð. Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist. Þeir eru margir heitu pottarnir á Íslandi en fáir sem bjóða upp á jafnmagnað útsýni og pottarnir í fjöruborðinu hérna á Drangsnesi og þeir njóta líka mikilla vinsælda. Heita vatnið fannst árið 1997. Kalda vatnið í bænum hafði frosið í desember 1996 og var borað eftir köldu vatni strax eftir áramót. Spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn „Það skilaði engu köldu vatni heldur hrópaði holan á okkur: hérna er heitt vatn,“ segir Óskar Albert Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs, sem hefur auga með pottunum. Boraðar voru holur með fimmtíu metra millibili í þorpinu og mesti hitinn reyndist í fjöruborðinu. „Það var borað dýpra og þá spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn sem menn fóru þegra að nota í fiskikörin. En svo var góður maður sem gaf okkur þrjá græna potta,“ segir Óskar og saga heitu pottanna var hafin. Síðar var þeim skipt út fyrir nýja potta. „Þetta var mikill happafengur þegar við fengum heita vatnið og hvernig hefur spilast úr því fyrir okkur.“ Eingöngu góðir gestir Sundlaug var byggð á Drangsnesi árið 2005 en hún hefur lítil áhrif á vinsældir pottanna. Meiri stöðugleiki er í komum erlendra ferðamanna en Íslendingar líta líka við að sögn Óskars. Það er verslunin á Drangsnesi sem sér um rekstur pottanna en verslunin er rekin af íbúunum sjálfum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í þorpinu árið 2019. Lengi vel var ókeypis í pottana eða tekið við frjálsum framlögum. Í dag er rukkað og treyst á samvisku gesta. „Núna er greiðsluvél sem við getum stungið kortinu í. Menn stimpla inn upphæðina. Langstærstur hluti fólks greiðir fyrir og sér ekki eftir því.“ Gestir í Drangsnesi séu heiðarlegir. „Já, það er eingöngu þannig og þetta eru allt góðir gestir sem koma hingað og kíkja á okkur.“ Pottapartý Pottarnir eru opnir allan sólarhringinn og allan ársins hring. Heimamenn sækja þá helst á kvöldin og eru þeir helsta samkomusvæði bæjarins. Dæmi eru um að ferðamenn hitti fyrir heimafólk, jafnvel með drykk við hönd, og skapi ógleymanlegar minningar. Þannig var það í tilfelli bandarísks ferðamanns sem sagði frá reynslu sinni á Reddit í fyrra og DV fjallaði um. Óskar er mikill sögumaður og rifjar upp heimsókn oddvitans til spákonu nokkru áður en heita vatnið fannst á sínum tíma. „Það er olía, ef ekki olía þá er það heitt vatn sem þeir finna hérna. Og það kom á daginn að það var heitt vatn,“ segir Óskar. Happ þegar frystihúsið brann Heimamenn sjái glasið frekar hálffullt en hálftómt. Þeir séu jákvæðir frekar en neikvæðir. „Ef eitthvað bjátar á þá sé eitthvað gott á bak við sem við sjáum ekki þá stundina. Eins og þegar kalda vatnið fraus þá fundum við heita vatnið. Þannig hefur það verið. Rækjan hvarf úr Húnaflóanum og við vissum ekki hvað við myndum gera næst, en þá birtist ýsa í töluverðum mæli sem gekk vel að veiða. Menn eru að tala um að það hafi verið happ þegar fyrstihúsið brann því þá kom nýtt frystihús,“ segir Óskar og hlær. Kaldrananeshreppur Sundlaugar og baðlón Ferðaþjónusta Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þeir eru margir heitu pottarnir á Íslandi en fáir sem bjóða upp á jafnmagnað útsýni og pottarnir í fjöruborðinu hérna á Drangsnesi og þeir njóta líka mikilla vinsælda. Heita vatnið fannst árið 1997. Kalda vatnið í bænum hafði frosið í desember 1996 og var borað eftir köldu vatni strax eftir áramót. Spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn „Það skilaði engu köldu vatni heldur hrópaði holan á okkur: hérna er heitt vatn,“ segir Óskar Albert Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs, sem hefur auga með pottunum. Boraðar voru holur með fimmtíu metra millibili í þorpinu og mesti hitinn reyndist í fjöruborðinu. „Það var borað dýpra og þá spýttist upp sextíu gráðu heitt vatn sem menn fóru þegra að nota í fiskikörin. En svo var góður maður sem gaf okkur þrjá græna potta,“ segir Óskar og saga heitu pottanna var hafin. Síðar var þeim skipt út fyrir nýja potta. „Þetta var mikill happafengur þegar við fengum heita vatnið og hvernig hefur spilast úr því fyrir okkur.“ Eingöngu góðir gestir Sundlaug var byggð á Drangsnesi árið 2005 en hún hefur lítil áhrif á vinsældir pottanna. Meiri stöðugleiki er í komum erlendra ferðamanna en Íslendingar líta líka við að sögn Óskars. Það er verslunin á Drangsnesi sem sér um rekstur pottanna en verslunin er rekin af íbúunum sjálfum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lokaði útibúi sínu í þorpinu árið 2019. Lengi vel var ókeypis í pottana eða tekið við frjálsum framlögum. Í dag er rukkað og treyst á samvisku gesta. „Núna er greiðsluvél sem við getum stungið kortinu í. Menn stimpla inn upphæðina. Langstærstur hluti fólks greiðir fyrir og sér ekki eftir því.“ Gestir í Drangsnesi séu heiðarlegir. „Já, það er eingöngu þannig og þetta eru allt góðir gestir sem koma hingað og kíkja á okkur.“ Pottapartý Pottarnir eru opnir allan sólarhringinn og allan ársins hring. Heimamenn sækja þá helst á kvöldin og eru þeir helsta samkomusvæði bæjarins. Dæmi eru um að ferðamenn hitti fyrir heimafólk, jafnvel með drykk við hönd, og skapi ógleymanlegar minningar. Þannig var það í tilfelli bandarísks ferðamanns sem sagði frá reynslu sinni á Reddit í fyrra og DV fjallaði um. Óskar er mikill sögumaður og rifjar upp heimsókn oddvitans til spákonu nokkru áður en heita vatnið fannst á sínum tíma. „Það er olía, ef ekki olía þá er það heitt vatn sem þeir finna hérna. Og það kom á daginn að það var heitt vatn,“ segir Óskar. Happ þegar frystihúsið brann Heimamenn sjái glasið frekar hálffullt en hálftómt. Þeir séu jákvæðir frekar en neikvæðir. „Ef eitthvað bjátar á þá sé eitthvað gott á bak við sem við sjáum ekki þá stundina. Eins og þegar kalda vatnið fraus þá fundum við heita vatnið. Þannig hefur það verið. Rækjan hvarf úr Húnaflóanum og við vissum ekki hvað við myndum gera næst, en þá birtist ýsa í töluverðum mæli sem gekk vel að veiða. Menn eru að tala um að það hafi verið happ þegar fyrstihúsið brann því þá kom nýtt frystihús,“ segir Óskar og hlær.
Kaldrananeshreppur Sundlaugar og baðlón Ferðaþjónusta Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira