Handbolti

Ís­lendingar bregðast við stór­tíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“

Aron Guðmundsson skrifar
Það er allt opið fyrir lokaumferð milliriðla EM á morgun. Ísland er með örlögin í sínum höndum. Sigur á morgun og liðið er á leið í undanúrslit mótsins.
Það er allt opið fyrir lokaumferð milliriðla EM á morgun. Ísland er með örlögin í sínum höndum. Sigur á morgun og liðið er á leið í undanúrslit mótsins. Vísir/Vilhelm

Með því að bera sigur úr býtum gegn Slóveníu á morgun í milliriðlum EM í handbolta mun Ísland tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Íslendingar hafa brugðist við vendingum kvöldsins á samfélagsmiðlum.

Það að íslenskur sigur muni gulltryggja okkur sæti í undanúrslitum EM varð ljóst í kvöld eftir að Svíar gerðu jafntefli gegn Ungverjum.

Úrslitin gera það að verkum að með sigri á morgun gegn Slóveníu geta Svíar aldrei komist yfir Íslendinga í milliriðlinum á stigafjölda. Þá eru Íslendingar með innbyrðisviðureignina sér í hag, fari svo að liðin verði jöfn að stigum, sökum átta marka sigurs á Svíþjóð fyrr í milliriðlinum. Svo gæti líka farið að jafntefli nægi en í því tilfelli mættu Svíar ekki vinna Sviss.

Við þessi tíðindi í kvöld voru íslenskir handboltaáhugamenn duglegir við að hlaða í færslur á samfélagsmiðlinum X. Draumurinn um sæti í undanúrslitum lifir. HSÍ reið á vaðið og þakkaði Jesú fyrir úrslit kvöldsins á Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×