Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 12:22 Það fór vel á með Macron og Selenskí í París í gær. Getty/Anadolu/Mustafa Yalcin Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað. Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað.
Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent