Erlent

For­setarnir tveir funda

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Pútín og Trump
Pútín og Trump AP

Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti eru báðir mættir til Alaskafylkis í Bandaríkjunum til að funda. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti stígur á bandaríska grundu frá árinu 2015. Hann hefur verið ákærður af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa, en Bandaríkin viðurkenna ekki ákærur dómstólsins.

Pútín og TrumpAP

Alls eru þrír fulltrúar frá hvoru landi. Með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða Steve Witkoff, séstakur erindreki í málefnum Miðausturlandanna og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Trump sagði í viðtali um borð í flugvélinni sinni að hann myndi vilji ganga út með vopnahlésfyrirkomulag vegna átakanna á milli Rússlands og Úrkaínu.

Pútín og TrumpAP

„Ég yrði ekki ánægður ef ég myndi ekki fá það í gegn,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni.

Forsetarnir tveir stilltu sér upp fyrir mynd en svöruðu ekki spurningum viðstaddra blaðamanna fyrir fundinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×