„Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2025 08:01 Líney og Svavar Knútur hafa átt óvæntar gæðastundir sem hjón í vinnuferðum sínum út á land. Valdimar Kr Sigurðsson Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. Ferðalag hjónanna er hluti af vitundarvakningu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, Tölum saman. Líney er verkefnastjóri vitundarvakningarinnar og Svavar Knútur starfar með henni að henni. Líney er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í geðheilbrigði aldraðra. „Við hjónin höfum verið í hringferð allt síðasta ár,“ segir Líney. Þau hafi fyrst, fyrir um ári, farið í sveitarfélög sem voru hluti af tilraunaverkefninu Gott að eldast en það snýst um samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Síðan þá hafa þau í raun farið þangað sem þeirra er óskað. Til dæmis hafi þau verið á borgarafundum sveitarfélaga. Hún segir ráðuneytið hafa leitað til þeirra. Hún hafi unnið sem sálfræðingur með öldruðum um árabil og Svavar hafi unnið sem félags- og forvarnarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg og sé heimspekingur. Hann sé vanur að tengja fólk saman. „Við erum saman í þessu. Ég hef stundum dregið vagninn þegar hann er á ferðinni sem tónlistarmaður. Við tókum þetta verkefni að okkur saman. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur skapað óvæntar samverustundir fyrir okkur hjónin án barnanna, sem hefur verið voða gott. Við keyrum mikið og getum spjallað mikið saman.“ Félagsleg einangrun alvarlegur lýðheilsuvandi Þrátt fyrir alvarlegt umræðuefni sé verkefnið skemmtilegt. „Það er svo gaman að ferðast um landið og tala við fólk. Við Svavar getum ekki fundið fólk sem er félagslega einangrað. Þetta virkar auðvitað ekki þannig, en þess vegna þarf svona vitundarvakningu. Við erum að fá fólk með okkur í lið. Svo fólk sé meðvitað um að það sé fólk sem er að einangrast félagslega eða hefur verið einangrað og fólk viti hvað sé hægt að gera í því í sameiningu.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. „Það hafa margir áhyggjur af þessari þróun sem virðist vera í öllum hinum vestræna heimi,“ segir Líney. Hvað eru einmanaleiki og félagsleg einangrun? Einmanaleiki er huglæg, óvelkomin tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum samskiptum. Fólk er í eðli sínu félagsverur og því er nauðsynlegt að eiga í félagslegum samskiptum við annað fólk. Einmanaleiki er tilfinning sem getur komið og farið. Félagsleg einangrun er hins vegar lítil eða engin félagsleg tengsl. Félagsleg einangrun er ekki það sama og félagsleg nægjusemi. Nær allar mannverur hafa þörf fyrir tengsl og einhvers konar nánd. Það að vera „út af fyrir sig“ og að einangrast félagslega er ekki það sama. Hægt er að kynna sér málið betur hér á island.is. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins um átakið kemur fram að orsakir félagslegrar einangrunar geta verið fjölþættar. Andlát maka, skilnaður, veikindi, vinslit, atvinnumissir og fleiri áföll geta allt verið orsakir þess að fólk dregur sig inn í skel eða missir tengsl við nærsamfélagið. „En það þarf oft ekkert mikið til. Þetta er ekkert endilega eitthvað stórfenglegt sem fólk lendir í og þetta eru alls ekki bara einhverjir jaðarhópar sem lenda í þessu. Það er engin ákveðin týpa,“ segir Líney. Eykst meðal ungmenna og aldraðra Hún segir félagslega einangrun vera að aukast líka meðal ungmenna. Sem dæmi meti WHO að eitt af hverjum tíu ungmennum upplifi félagslega einangrun og um fjórðungur eldra fólks. Hún segir þessa þróun hafa verið farna af stað fyrir Covid heimsfaraldur en það hafi ekki hjálpað til. „Við fundum það mörg eftir Covid að það var erfitt að komast af stað aftur. Þríeykið sagði að við mættum hittast en fólk rauk ekkert endilega af stað í partí.“ Fólk kannski kom sér upp einhverjum nýjum venjum? Þetta var langur tími, Covid. „Sófinn er kósí og maður sendir vinum á Messenger frekar en að hitta þá. Það myndast nýjar hefðir og þá er auðveldara og auðveldara að loka sig af.“ Líney segir tölvur og aukin tækifæri sem þeim fylgja góð og geti til dæmis hamlað því að fólk einangrist algjörlega sem ekki á heimagengt. „En það kemur ekki í stað félagslegra samskipta og það að eiga félagsleg. Við þrífumst ekki til lengdar ein. Við erum misjöfn hvað félagsþörf varðar en það þrífst enginn einn.“ Líney segir heimsóknir þeirra hjóna ólíklegar til að ná til þeirra sem hafa einangrast félagslega en segir viðburðina þó alveg geta verið þægilega fyrir fólk sem hefur einangrað sig. „Það er kannski ólíklegt að þú mætir á spilakvöld í félagsheimilinu ef þú ert orðinn dottinn úr félagslegri æfingu, en það gæti verið ágætt að mæta á fyrirlestur. En líklegast er að þeir séu að mæta sem þegar eru sterkir félagslega, sem er gott því það er fólkið sem við viljum hafa með okkur í liði. Þau vita hvar félagslífið er og þekkja sitt heimafólk nokkurn veginn.“ Líney tekur dæmi um húsfélagsfund. Sé til dæmis einhver nágranni sem aldrei mætir sé gott að banka hjá honum. Það sé ekki nóg að senda tölvupóst eða skilaboð um fund. „Það er hægt að spyrja hvort maður eigi að koma einhverju til skila, hvort þau vilji koma með á fundinn og sitja hjá manni. Það getur strax brotið ísinn. Það er svo auðvelt að hundsa tölvupóst. Ég held við getum flest sett okkur í þessi spor,“ segir Líney og tekur annað dæmi um að byrja á nýjum vinnustað. Ekki föst sæti en samt föst sæti „Við förum í matsalinn og vitum ekki hvar við ættum að sitja. Þetta getur alveg verið flókið. Ég hef til dæmis oft spurt á ferðalögum okkar hvort það séu föst sæti í félagsheimilinu eða kaffistofunni. Fólk segir yfirleitt nei fyrst en svo þegar maður heldur áfram að spyrja þá kemur í ljós að Siggi situr þarna og Guðrún annars staðar. Það getur því verið rosa gott að bjóða fólki sæti og benda þeim á hvernig hlutirnir virka.“ Líney segir allar stórar breytingar í lífinu skapa áhættu á félagslegri einangrun. Það geti verið missir, skilnaður, starfslok eða jafnvel fæðing barns. Félagsleg einangrun geti svo valdið öðrum kvillum eins og kvíða, depurð og minnkaðri virkni sem hefur svo áhrif líkamlega. „Félagsleg einangrun eykur líkur á heilabilun, hjarta- og æðasjúkdómum og ótímabærum dauða. Þetta eru opinberar tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. En virkni er breyta þarna á milli. Ef þú einangrast félagslega ertu minna á ferðinni, ert meira inni og heima og ert minna að nota kollinn. Samskipti reyna á kollinn og það er þannig forvörn að nota kollinn og reikna út samskipti og viðbrögð.“ Nauðsynlegt að tímasetja samskiptin Þó að um sé að ræða mögulega erfiða og óþægilega atburði segir Líney vel hægt að hafa samband án þess að hnýsast eða vera óþægilegur. „Það er hægt að spyrja um líðan og hvort maður geti gert eitthvað,“ segir Líney og að betra sé að hafa uppástungur skýrar og tímasettar. „Það er hægt að stinga upp á göngu á þriðjudag klukkan þrjú. Að tímasetja samskiptin er rosalega mikilvægt og við þekkjum það held ég öll að þegar samskiptin eru ekki tímasett þá verður ekki af þeim.“ Líney og Svavar Knútur ferðast um landið saman. Félagsleg einangrun getur haft bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar. Valdimar Kr Sigurðsson Auk þess sé gott að muna að ef einhver treystir manni fyrir vandamáli eða vanlíðan séu þau ekki endilega að biðja um lausn. „Við þurfum bara að hlusta og hvetja. Fólk getur yfirleitt leyst sín vandamál sjálf en þarf að vita hvert það á að leita og hvort þau geti leitað til okkar,“ segir Líney. Finnist fólki ofviða að ræða málin sé líka hægt að vísa fólki á félagsþjónustu eða í önnur úrræði. Snjóþungar tröppur sem ekki eru mokaðar Hún segir vitundarvakninguna snúast um að láta sér náungann varða. „Þetta kemur ekki bara fyrir jaðarhópa. Þetta getur hent okkur öll. Ef við erum léleg til gangs og það er ekki mokað frá tröppum þegar það er snjóþungt. Það getur dugað til og þá dettum við úr æfingu. Ef við hittum fólk reglulega leiðum við ekki hugann að þessu en ef félagsleg samskipti detta út í marga mánuði þá er erfitt að fara aftur af stað. Félagsleg endurhæfing getur tekið marga mánuði.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í tilkynningu um verkefnið í mars að markmið vitundarvakningarinnar væri að opna augu fólks fyrir félagslegri einangrun í samfélaginu og vekja athygli á samfélagslegri ábyrgð okkar allra. Inga sagðist í sömu tilkynningu vilja virkja samfélagið. „Nú vil ég hins vegar virkja samfélagið og opna augu fólks fyrir því að hugsanlega sé einhver einangraður og einmana í næsta nágrenni sem við höfum ekki áttað okkur á. Við getum hjálpað með því að láta okkur ekki standa á sama heldur mæta viðkomandi þar sem hann er með vinskap, hlýju og virðingu. Ég hvet okkur öll til að tala saman og halda sambandi.“ Félagsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Ferðalag hjónanna er hluti af vitundarvakningu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, Tölum saman. Líney er verkefnastjóri vitundarvakningarinnar og Svavar Knútur starfar með henni að henni. Líney er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í geðheilbrigði aldraðra. „Við hjónin höfum verið í hringferð allt síðasta ár,“ segir Líney. Þau hafi fyrst, fyrir um ári, farið í sveitarfélög sem voru hluti af tilraunaverkefninu Gott að eldast en það snýst um samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Síðan þá hafa þau í raun farið þangað sem þeirra er óskað. Til dæmis hafi þau verið á borgarafundum sveitarfélaga. Hún segir ráðuneytið hafa leitað til þeirra. Hún hafi unnið sem sálfræðingur með öldruðum um árabil og Svavar hafi unnið sem félags- og forvarnarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg og sé heimspekingur. Hann sé vanur að tengja fólk saman. „Við erum saman í þessu. Ég hef stundum dregið vagninn þegar hann er á ferðinni sem tónlistarmaður. Við tókum þetta verkefni að okkur saman. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur skapað óvæntar samverustundir fyrir okkur hjónin án barnanna, sem hefur verið voða gott. Við keyrum mikið og getum spjallað mikið saman.“ Félagsleg einangrun alvarlegur lýðheilsuvandi Þrátt fyrir alvarlegt umræðuefni sé verkefnið skemmtilegt. „Það er svo gaman að ferðast um landið og tala við fólk. Við Svavar getum ekki fundið fólk sem er félagslega einangrað. Þetta virkar auðvitað ekki þannig, en þess vegna þarf svona vitundarvakningu. Við erum að fá fólk með okkur í lið. Svo fólk sé meðvitað um að það sé fólk sem er að einangrast félagslega eða hefur verið einangrað og fólk viti hvað sé hægt að gera í því í sameiningu.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. „Það hafa margir áhyggjur af þessari þróun sem virðist vera í öllum hinum vestræna heimi,“ segir Líney. Hvað eru einmanaleiki og félagsleg einangrun? Einmanaleiki er huglæg, óvelkomin tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum samskiptum. Fólk er í eðli sínu félagsverur og því er nauðsynlegt að eiga í félagslegum samskiptum við annað fólk. Einmanaleiki er tilfinning sem getur komið og farið. Félagsleg einangrun er hins vegar lítil eða engin félagsleg tengsl. Félagsleg einangrun er ekki það sama og félagsleg nægjusemi. Nær allar mannverur hafa þörf fyrir tengsl og einhvers konar nánd. Það að vera „út af fyrir sig“ og að einangrast félagslega er ekki það sama. Hægt er að kynna sér málið betur hér á island.is. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins um átakið kemur fram að orsakir félagslegrar einangrunar geta verið fjölþættar. Andlát maka, skilnaður, veikindi, vinslit, atvinnumissir og fleiri áföll geta allt verið orsakir þess að fólk dregur sig inn í skel eða missir tengsl við nærsamfélagið. „En það þarf oft ekkert mikið til. Þetta er ekkert endilega eitthvað stórfenglegt sem fólk lendir í og þetta eru alls ekki bara einhverjir jaðarhópar sem lenda í þessu. Það er engin ákveðin týpa,“ segir Líney. Eykst meðal ungmenna og aldraðra Hún segir félagslega einangrun vera að aukast líka meðal ungmenna. Sem dæmi meti WHO að eitt af hverjum tíu ungmennum upplifi félagslega einangrun og um fjórðungur eldra fólks. Hún segir þessa þróun hafa verið farna af stað fyrir Covid heimsfaraldur en það hafi ekki hjálpað til. „Við fundum það mörg eftir Covid að það var erfitt að komast af stað aftur. Þríeykið sagði að við mættum hittast en fólk rauk ekkert endilega af stað í partí.“ Fólk kannski kom sér upp einhverjum nýjum venjum? Þetta var langur tími, Covid. „Sófinn er kósí og maður sendir vinum á Messenger frekar en að hitta þá. Það myndast nýjar hefðir og þá er auðveldara og auðveldara að loka sig af.“ Líney segir tölvur og aukin tækifæri sem þeim fylgja góð og geti til dæmis hamlað því að fólk einangrist algjörlega sem ekki á heimagengt. „En það kemur ekki í stað félagslegra samskipta og það að eiga félagsleg. Við þrífumst ekki til lengdar ein. Við erum misjöfn hvað félagsþörf varðar en það þrífst enginn einn.“ Líney segir heimsóknir þeirra hjóna ólíklegar til að ná til þeirra sem hafa einangrast félagslega en segir viðburðina þó alveg geta verið þægilega fyrir fólk sem hefur einangrað sig. „Það er kannski ólíklegt að þú mætir á spilakvöld í félagsheimilinu ef þú ert orðinn dottinn úr félagslegri æfingu, en það gæti verið ágætt að mæta á fyrirlestur. En líklegast er að þeir séu að mæta sem þegar eru sterkir félagslega, sem er gott því það er fólkið sem við viljum hafa með okkur í liði. Þau vita hvar félagslífið er og þekkja sitt heimafólk nokkurn veginn.“ Líney tekur dæmi um húsfélagsfund. Sé til dæmis einhver nágranni sem aldrei mætir sé gott að banka hjá honum. Það sé ekki nóg að senda tölvupóst eða skilaboð um fund. „Það er hægt að spyrja hvort maður eigi að koma einhverju til skila, hvort þau vilji koma með á fundinn og sitja hjá manni. Það getur strax brotið ísinn. Það er svo auðvelt að hundsa tölvupóst. Ég held við getum flest sett okkur í þessi spor,“ segir Líney og tekur annað dæmi um að byrja á nýjum vinnustað. Ekki föst sæti en samt föst sæti „Við förum í matsalinn og vitum ekki hvar við ættum að sitja. Þetta getur alveg verið flókið. Ég hef til dæmis oft spurt á ferðalögum okkar hvort það séu föst sæti í félagsheimilinu eða kaffistofunni. Fólk segir yfirleitt nei fyrst en svo þegar maður heldur áfram að spyrja þá kemur í ljós að Siggi situr þarna og Guðrún annars staðar. Það getur því verið rosa gott að bjóða fólki sæti og benda þeim á hvernig hlutirnir virka.“ Líney segir allar stórar breytingar í lífinu skapa áhættu á félagslegri einangrun. Það geti verið missir, skilnaður, starfslok eða jafnvel fæðing barns. Félagsleg einangrun geti svo valdið öðrum kvillum eins og kvíða, depurð og minnkaðri virkni sem hefur svo áhrif líkamlega. „Félagsleg einangrun eykur líkur á heilabilun, hjarta- og æðasjúkdómum og ótímabærum dauða. Þetta eru opinberar tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. En virkni er breyta þarna á milli. Ef þú einangrast félagslega ertu minna á ferðinni, ert meira inni og heima og ert minna að nota kollinn. Samskipti reyna á kollinn og það er þannig forvörn að nota kollinn og reikna út samskipti og viðbrögð.“ Nauðsynlegt að tímasetja samskiptin Þó að um sé að ræða mögulega erfiða og óþægilega atburði segir Líney vel hægt að hafa samband án þess að hnýsast eða vera óþægilegur. „Það er hægt að spyrja um líðan og hvort maður geti gert eitthvað,“ segir Líney og að betra sé að hafa uppástungur skýrar og tímasettar. „Það er hægt að stinga upp á göngu á þriðjudag klukkan þrjú. Að tímasetja samskiptin er rosalega mikilvægt og við þekkjum það held ég öll að þegar samskiptin eru ekki tímasett þá verður ekki af þeim.“ Líney og Svavar Knútur ferðast um landið saman. Félagsleg einangrun getur haft bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar. Valdimar Kr Sigurðsson Auk þess sé gott að muna að ef einhver treystir manni fyrir vandamáli eða vanlíðan séu þau ekki endilega að biðja um lausn. „Við þurfum bara að hlusta og hvetja. Fólk getur yfirleitt leyst sín vandamál sjálf en þarf að vita hvert það á að leita og hvort þau geti leitað til okkar,“ segir Líney. Finnist fólki ofviða að ræða málin sé líka hægt að vísa fólki á félagsþjónustu eða í önnur úrræði. Snjóþungar tröppur sem ekki eru mokaðar Hún segir vitundarvakninguna snúast um að láta sér náungann varða. „Þetta kemur ekki bara fyrir jaðarhópa. Þetta getur hent okkur öll. Ef við erum léleg til gangs og það er ekki mokað frá tröppum þegar það er snjóþungt. Það getur dugað til og þá dettum við úr æfingu. Ef við hittum fólk reglulega leiðum við ekki hugann að þessu en ef félagsleg samskipti detta út í marga mánuði þá er erfitt að fara aftur af stað. Félagsleg endurhæfing getur tekið marga mánuði.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í tilkynningu um verkefnið í mars að markmið vitundarvakningarinnar væri að opna augu fólks fyrir félagslegri einangrun í samfélaginu og vekja athygli á samfélagslegri ábyrgð okkar allra. Inga sagðist í sömu tilkynningu vilja virkja samfélagið. „Nú vil ég hins vegar virkja samfélagið og opna augu fólks fyrir því að hugsanlega sé einhver einangraður og einmana í næsta nágrenni sem við höfum ekki áttað okkur á. Við getum hjálpað með því að láta okkur ekki standa á sama heldur mæta viðkomandi þar sem hann er með vinskap, hlýju og virðingu. Ég hvet okkur öll til að tala saman og halda sambandi.“
Hvað eru einmanaleiki og félagsleg einangrun? Einmanaleiki er huglæg, óvelkomin tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum samskiptum. Fólk er í eðli sínu félagsverur og því er nauðsynlegt að eiga í félagslegum samskiptum við annað fólk. Einmanaleiki er tilfinning sem getur komið og farið. Félagsleg einangrun er hins vegar lítil eða engin félagsleg tengsl. Félagsleg einangrun er ekki það sama og félagsleg nægjusemi. Nær allar mannverur hafa þörf fyrir tengsl og einhvers konar nánd. Það að vera „út af fyrir sig“ og að einangrast félagslega er ekki það sama. Hægt er að kynna sér málið betur hér á island.is.
Félagsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira