Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2025 10:40 Fyrirhugaður gangamunni Fjarðarheiðarganga Egilsstaðamegin. Þar mun hann tengjast þjóðveginum um Fagradal. Mannvit/Vegagerðin Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. „Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43