Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 12:51 Á öryggissvæðinu í Keflavík er meðal annars aðstaða til þjónustu við bandalagsríki NATO og til æfinga. Vísir/Arnar Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði. Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði.
Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira