Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 16:05 Hildur Björnsdóttir gagnrýndi borgarstjórann. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. „Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira