Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 16:05 Hildur Björnsdóttir gagnrýndi borgarstjórann. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. „Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
„Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira