Innlent

Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrirtækið taldi ekki líkur á að fiskur hefði strokið og virkjaði því ekki viðbragðsáætlun. Matvælastofnun hefur hins vegar hafið rannsókn. Myndin er úr safni.
Fyrirtækið taldi ekki líkur á að fiskur hefði strokið og virkjaði því ekki viðbragðsáætlun. Matvælastofnun hefur hins vegar hafið rannsókn. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Halldórsson

Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði.

Þetta kemur fram í  tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Kaldvík hafi ekki talið líkur á að fiskur hefði strokið og því hafi viðbragðsáætlun ekki verið virkjuð. Matvælastofnun telur hins vegar að ekki sé hægt að útiloka að fiskur hafi strokið og hefur því hafið rannsókn á málinu.

Fram kemur að götin hafi uppgötvast við reglubundið neðansjávareftirlit og hafi viðgerð verið framkvæmd samdægurs. 

„Götin voru öll á 16 metra dýpi hlið við hlið langsum eftir pokanum. Gat 1. var 16 x 5 cm, gat 2. var 14 x 4 cm og gat 3. var 12 x 4 cm. Fjöldi fiska í kvínni var 193.164 stk. og meðalþyngd 214 grömm. Neðansjávareftirlit var síðast framkvæmt 29. október sl. og var ekkert tjón sjáanlegt í því eftirliti,“ segir á vef Matvælastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×