Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun