Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar 2. desember 2025 14:02 Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun