Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar 2. desember 2025 10:32 Heilbrigðiskerfi Íslands stendur á tímamótum. Þrátt fyrir frábært fagfólk, mikla sérþekkingu og sterka hefð fyrir jöfnu aðgengi er víða komið að þolmörkum. Á landsbyggðinni verður álagið enn sýnilegri og afleiðingarnar alvarlegri. Þar hvílir oft mikil ábyrgð á fáum herðum, fjarlægðir og veður flækja einföld verkefni og biðtímar geta reynst sérstaklega erfiðir fyrir skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Í Vestmannaeyjum, þar sem bæði ég og konan mín störfum sem læknar og búum ásamt fjölskyldu okkar, ráða sjór og veður oft för í daglegu lífi og starfi. Fyrir marga á landsbyggðinni þýðir heilbrigðisþjónusta ferðalög, tapaða vinnudaga og skipulag sem fellur illa að fjölskyldulífi.Þessi staða er ekki einskorðuð við Vestmannaeyjar heldur endurspeglar víða veruleika heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni um land allt. Nýleg umfjöllun um stöðu Sjúkrahússins á Akureyri sýnir glöggt að vandinn snýst ekki um skort á fagfólki eða aðdráttarafli stofnunarinnar. Þvert á móti er þar öflugur kjarni reynslumikilla sérfræðilækna, fjölbreytt verkefni og mannauður sem hefur í áratugi tryggt framúrskarandi þjónustu. Vandinn er hins vegar sá að kerfinu hefur verið leyft að þróast þannig að einstaka læknar bera ábyrgð á heilu sérsviði, eru til taks allan sólarhringinn allt árið og hlaupa til í frítíma sínum til að tryggja öryggi sjúklinga. Slík staða er hvorki sjálfbær né heilbrigð, sérstaklega á tímum þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á jafnvægi milli atvinnu og einkalífs. Afleiðingarnar bitna ekki aðeins á fagfólki heldur líka á sjúklingum, sem eiga rétt á öruggri og stöðugri þjónustu til lengri tíma. Tækifæri í tækninni - fjarlækningar Þessi staða undirstrikar að heilbrigðiskerfið þarf að þróast í takt við samtímann og nýta þau tækifæri sem tæknin býður upp á. Fjarlækningar eru þar lykilþáttur og með þeim er hægt að leysa fjölmörg algeng læknisfræðileg vandamál á öruggan og skilvirkan hátt, án þess að kalla eftir ferðalögum eða auka álag á þá fáu lækna sem standa vaktina á staðnum. Fyrir íbúa landsbyggðarinnar, til dæmis Vestmannaeyinga, geta fjarlækningar sparað heilan dag, sérstaklega þegar veður og samgöngur setja strik í reikninginn. Fyrir lækna þýðir þetta betra skipulag, minni truflun og aukið öryggi í þjónustunni, á meðan kerfið í heild losar dýrmætan tíma fyrir þau bráðu vandamál sem raunverulega krefjast viðveru á stofu. Á sama tíma er ljóst að álag á heilsugæslur og læknavaktir um land allt er orðið gríðarlegt. Þegar inflúensa og önnur árstíðabundin veikindi ganga yfir eykst eftirspurn hratt og biðlistar lengjast. Þar felst skýrt tækifæri til að nýta fjarlækningar enn betur til að sinna einfaldari vandamálum sem ekki krefjast líkamlegrar skoðunar, svo sem ráðgjöf, mat á einkennum, endurnýjun lyfja og eftirfylgni. Með markvissri notkun fjarlækninga er hægt að létta á álagi víða um land og tryggja að þeir sem þurfa á bráðri skoðun að halda fái hana hraðar. Lýðheilsa er lykillinn Fjarlækningar einar og sér duga þó ekki til að leysa vandann til lengri tíma. Til að ná raunverulegum og varanlegum árangri þarf að horfa á heilsu fólks í heild sinni. Heildræn nálgun er þar lykilatriði og byggir á því að styrkja fjóra grunnþætti heilsu: hreyfingu, næringu, svefn og andlega líðan. Þessir þættir ráða oft miklu um það hvort einstaklingar þurfi reglulega á heilbrigðisþjónustu að halda eða ekki. Nýjustu niðurstöður úr stóru norrænu rannsókninni NORMO 2025 sýna að lífsstíll Norðurlandabúa hefur þróast í óhollari átt síðustu ár, með aukinni líkamsþyngd, minni daglegri hreyfingu og meiri kyrrsetu, þrátt fyrir vaxandi vitund um mikilvægi heilsueflingar. Reynslan sýnir þó að þegar fólk fær markvissan stuðning, mælanlega eftirfylgni og skýrt utanumhald verða breytingarnar raunverulegar - lífsstílstengdum sjúkdómum fækkar, streita minnkar og álag á heilsugæslu og sjúkrahús léttist. Þessar lausnir eru nú þegar til staðar, en ég hef ásamt frábæru teymi þróað bæði skilvirka fjarheilbrigðisþjónustu og heildræna heilsuþjónustu sem styður við þessa nálgun. Þær eru ekki keppinautar hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu heldur öflug styrking hennar. Á stöðum eins og í Vestmannaeyjum geta slíkar lausnir dregið úr álagi á einstaka lækna, aukið samfellu í þjónustu og stuðlað að því að fagfólk endist lengur í starfi. Jafnframt geta þær gert störf á landsbyggðinni aðlaðandi til lengri tíma með betra skipulagi, skýrari ramma og raunverulegu jafnvægi sem heilbrigðisstéttir njóta sjaldan í dag. Látum verkin tala Þær þjónustur sem hér um ræðir eru í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda, enda hafa bæði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og María Heimisdóttir landlæknir ítrekað lagt áherslu á stafrænar lausnir, forvarnir og einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu. Skýrsla ráðuneytisins um stafræna þróun undirstrikar að tíminn til aðgerða sé núna. En til þess að þetta verði að veruleika þarf skýrari forgangsröðun, einfaldari ferla og aukna samhæfingu innan heilbrigðiskerfisins. Lausnirnar eru til staðar, hugmyndirnar fjölmargar og fagfólkið tilbúið. Nú þarf að hlusta á reynslu lækna og landsbyggðarinnar og grípa til aðgerða áður en fleiri stoðir bresta. Heilbrigðisþjónustan má ekki ráðast af sjólagi, veðri eða því hvort einn einstaklingur standi vaktina of lengi. Hún þarf að vera örugg, aðgengileg og mannvæn um allt land. Með því að sameina fjarlækningar, heildræna heilsuþjónustu og sterka staðbundna þjónustu getum við byggt heilbrigðiskerfi sem stendur undir nafni, léttir á fagfólki og þjónar fólki af sanngirni og framtíðarsýn. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Victor Guðmundsson Heilbrigðismál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Íslands stendur á tímamótum. Þrátt fyrir frábært fagfólk, mikla sérþekkingu og sterka hefð fyrir jöfnu aðgengi er víða komið að þolmörkum. Á landsbyggðinni verður álagið enn sýnilegri og afleiðingarnar alvarlegri. Þar hvílir oft mikil ábyrgð á fáum herðum, fjarlægðir og veður flækja einföld verkefni og biðtímar geta reynst sérstaklega erfiðir fyrir skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Í Vestmannaeyjum, þar sem bæði ég og konan mín störfum sem læknar og búum ásamt fjölskyldu okkar, ráða sjór og veður oft för í daglegu lífi og starfi. Fyrir marga á landsbyggðinni þýðir heilbrigðisþjónusta ferðalög, tapaða vinnudaga og skipulag sem fellur illa að fjölskyldulífi.Þessi staða er ekki einskorðuð við Vestmannaeyjar heldur endurspeglar víða veruleika heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni um land allt. Nýleg umfjöllun um stöðu Sjúkrahússins á Akureyri sýnir glöggt að vandinn snýst ekki um skort á fagfólki eða aðdráttarafli stofnunarinnar. Þvert á móti er þar öflugur kjarni reynslumikilla sérfræðilækna, fjölbreytt verkefni og mannauður sem hefur í áratugi tryggt framúrskarandi þjónustu. Vandinn er hins vegar sá að kerfinu hefur verið leyft að þróast þannig að einstaka læknar bera ábyrgð á heilu sérsviði, eru til taks allan sólarhringinn allt árið og hlaupa til í frítíma sínum til að tryggja öryggi sjúklinga. Slík staða er hvorki sjálfbær né heilbrigð, sérstaklega á tímum þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á jafnvægi milli atvinnu og einkalífs. Afleiðingarnar bitna ekki aðeins á fagfólki heldur líka á sjúklingum, sem eiga rétt á öruggri og stöðugri þjónustu til lengri tíma. Tækifæri í tækninni - fjarlækningar Þessi staða undirstrikar að heilbrigðiskerfið þarf að þróast í takt við samtímann og nýta þau tækifæri sem tæknin býður upp á. Fjarlækningar eru þar lykilþáttur og með þeim er hægt að leysa fjölmörg algeng læknisfræðileg vandamál á öruggan og skilvirkan hátt, án þess að kalla eftir ferðalögum eða auka álag á þá fáu lækna sem standa vaktina á staðnum. Fyrir íbúa landsbyggðarinnar, til dæmis Vestmannaeyinga, geta fjarlækningar sparað heilan dag, sérstaklega þegar veður og samgöngur setja strik í reikninginn. Fyrir lækna þýðir þetta betra skipulag, minni truflun og aukið öryggi í þjónustunni, á meðan kerfið í heild losar dýrmætan tíma fyrir þau bráðu vandamál sem raunverulega krefjast viðveru á stofu. Á sama tíma er ljóst að álag á heilsugæslur og læknavaktir um land allt er orðið gríðarlegt. Þegar inflúensa og önnur árstíðabundin veikindi ganga yfir eykst eftirspurn hratt og biðlistar lengjast. Þar felst skýrt tækifæri til að nýta fjarlækningar enn betur til að sinna einfaldari vandamálum sem ekki krefjast líkamlegrar skoðunar, svo sem ráðgjöf, mat á einkennum, endurnýjun lyfja og eftirfylgni. Með markvissri notkun fjarlækninga er hægt að létta á álagi víða um land og tryggja að þeir sem þurfa á bráðri skoðun að halda fái hana hraðar. Lýðheilsa er lykillinn Fjarlækningar einar og sér duga þó ekki til að leysa vandann til lengri tíma. Til að ná raunverulegum og varanlegum árangri þarf að horfa á heilsu fólks í heild sinni. Heildræn nálgun er þar lykilatriði og byggir á því að styrkja fjóra grunnþætti heilsu: hreyfingu, næringu, svefn og andlega líðan. Þessir þættir ráða oft miklu um það hvort einstaklingar þurfi reglulega á heilbrigðisþjónustu að halda eða ekki. Nýjustu niðurstöður úr stóru norrænu rannsókninni NORMO 2025 sýna að lífsstíll Norðurlandabúa hefur þróast í óhollari átt síðustu ár, með aukinni líkamsþyngd, minni daglegri hreyfingu og meiri kyrrsetu, þrátt fyrir vaxandi vitund um mikilvægi heilsueflingar. Reynslan sýnir þó að þegar fólk fær markvissan stuðning, mælanlega eftirfylgni og skýrt utanumhald verða breytingarnar raunverulegar - lífsstílstengdum sjúkdómum fækkar, streita minnkar og álag á heilsugæslu og sjúkrahús léttist. Þessar lausnir eru nú þegar til staðar, en ég hef ásamt frábæru teymi þróað bæði skilvirka fjarheilbrigðisþjónustu og heildræna heilsuþjónustu sem styður við þessa nálgun. Þær eru ekki keppinautar hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu heldur öflug styrking hennar. Á stöðum eins og í Vestmannaeyjum geta slíkar lausnir dregið úr álagi á einstaka lækna, aukið samfellu í þjónustu og stuðlað að því að fagfólk endist lengur í starfi. Jafnframt geta þær gert störf á landsbyggðinni aðlaðandi til lengri tíma með betra skipulagi, skýrari ramma og raunverulegu jafnvægi sem heilbrigðisstéttir njóta sjaldan í dag. Látum verkin tala Þær þjónustur sem hér um ræðir eru í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda, enda hafa bæði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og María Heimisdóttir landlæknir ítrekað lagt áherslu á stafrænar lausnir, forvarnir og einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu. Skýrsla ráðuneytisins um stafræna þróun undirstrikar að tíminn til aðgerða sé núna. En til þess að þetta verði að veruleika þarf skýrari forgangsröðun, einfaldari ferla og aukna samhæfingu innan heilbrigðiskerfisins. Lausnirnar eru til staðar, hugmyndirnar fjölmargar og fagfólkið tilbúið. Nú þarf að hlusta á reynslu lækna og landsbyggðarinnar og grípa til aðgerða áður en fleiri stoðir bresta. Heilbrigðisþjónustan má ekki ráðast af sjólagi, veðri eða því hvort einn einstaklingur standi vaktina of lengi. Hún þarf að vera örugg, aðgengileg og mannvæn um allt land. Með því að sameina fjarlækningar, heildræna heilsuþjónustu og sterka staðbundna þjónustu getum við byggt heilbrigðiskerfi sem stendur undir nafni, léttir á fagfólki og þjónar fólki af sanngirni og framtíðarsýn. Höfundur er læknir.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun