Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 07:32 Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun