Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. desember 2024 06:30 Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar