Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. desember 2024 06:30 Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar