Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 12:00 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Sjá meira
Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser.
Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Sjá meira