„Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna. Neytendur 3.5.2025 21:12
„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Viðskipti innlent 3.5.2025 18:33
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á einni framleiðslulotu vegna gruns um salmonellusmitaðan kjúkling frá Matfugli ehf. Neytendur 2.5.2025 17:06
Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Sony hefur hækkað verðið á PlayStation 5 í Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Mið-Austurlöndum og Afríku og segir „krefjandi efnahagsumhverfi“ vera ástæðuna . Neytendur 14. apríl 2025 11:17
Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts. Neytendur 10. apríl 2025 16:55
Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Icelandair hóf í dag að rukka fyrir aðra óáfenga drykki en vatn, kaffi og te á almennu farrými á Evrópuleiðum. Það er sagt liður í auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 16:06
Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Danski þúsund króna seðilinn verður gerður ógildur í lok næsta mánaðar ásamt seðlum úr eldri seðlaröðum. Eigendur slíkra seðla eru því hvattir til að bregðast við og koma þeim í verð áður en fresturinn rennur út. Neytendur 10. apríl 2025 11:06
Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Play hefur verið gert að greiða konu, sem neitað var um far með flugi félagsins, tæplega sextíu þúsund krónur og endurgreiða henni fargjaldið. Að sögn félagsins sýndi konan af sér hegðun sem ógnaði öryggi flugsins. Neytendur 9. apríl 2025 14:46
Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. Neytendur 8. apríl 2025 11:14
Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Rima apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni. Borgar apótek og Lyfjabúrið höfnuðu þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins. Dæmi eru um að vörur kosti sex sinnum meira í apóteki en í stóru matvöruverslununum. Neytendur 7. apríl 2025 12:41
Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað. Neytendur 7. apríl 2025 11:40
Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendastofa hefur sektað Sif Verslun ehf, rekstraraðila netverslunarinnar sifverslun.is, um 100 þúsund króna vegna rangra fullyrðinga um virkni svokallaðra NatPat-plástra sem félagið selur. Neytendur 7. apríl 2025 10:19
Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Egill Helgason bókarýnir, sjónvarpsmaður og fjölmiðlarýnir hefur fengið sig full saddan. Hann stingur af því tilefni niður penna og upplýsir fylgjendur sína í þúsundatali um afstöðu sína til sjálfsafgreiðslukassa: „Ég hata - sjálfsafgreiðslu í búðum.“ Neytendur 4. apríl 2025 10:27
ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Viðskipti innlent 3. apríl 2025 19:50
Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Viðskipti innlent 3. apríl 2025 13:24
Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða. Neytendur 31. mars 2025 16:30
Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendastofa hefur slegið á putta sjö verslana sem selja reiðhjól fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um vörur á íslenskri tungu í netverslunum sínum. Reiðhjólaverslunin Örninn á yfir höfði sér 25 þúsund króna dagsektir verði ekki gerðar úrbætur á heimasíðunni á næstu dögum. Neytendur 27. mars 2025 07:48
Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Horfur eru á 1,8 prósent hagvexti í ár og að hann verði drifinn áfram af aukinni innlendri eftirspurn, á meðan framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt. Viðskipti innlent 25. mars 2025 09:17
Arion lækkar vexti Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21. mars 2025 18:14
Íslandsbanki breytir vöxtunum Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudag. Breytingarnar taka gildi 26. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21. mars 2025 14:05
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Innlent 20. mars 2025 20:30
Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt. Neytendur 20. mars 2025 13:30
Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. Viðskipti innlent 20. mars 2025 08:00
Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. Neytendur 19. mars 2025 20:15