Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar 11. október 2024 13:01 Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun