Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2025 08:32 Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun