Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 07:30 Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun