Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa 1. júlí 2025 10:32 Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun