Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar 1. júlí 2025 15:00 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Upptakturinn fyrir mótið hefur verið frábær hjá íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpsseríur, upphitunarþættir, hlaðvörp, bókaútgáfa og stanslausar auglýsingar sem tengjast EM hafa dunið á okkur á veraldarvefnum og víðar. Fyrir þetta vil ég þakka, þessi umfjöllun og athygli er ekki sjálfgefin. Það hefur komið glöggt fram í þáttunum Systraslagur, sem sýndir voru á RÚV, að leið knattspyrnu kvenna á Íslandi verið ströng þó hún sé ekki sérlega löng. Ástæða þess að ég sest við lyklaborðið er að hluta til það að A-landsliðið okkar er enn á ný að stíga á stóra sviðið í úrslitakeppni EM en einnig að það á að þakka þeim sem þakka ber. Allt frá upphafi hef ég fylgst mjög vel með leikjum kvennaboltanum. Ég tel mig þekkja ansi vel söguna sem lýst er í þáttum RÚV um Systraslag. Það er ekki hægt að gera allt og segja frá öllum en einn er sá aðili sem ég tel þó að hafi ekki fengið nægilega athygli og viðurkenningu sem hann á sannarlega skilda. Það er fyrrverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Á þeim árum sem knattspyrnukonur voru að berjast fyrir því að fá stærri sess innan félaganna og KSÍ var Eggert formaður knattspyrnudeildar Vals. Þegar hann tekur síðan við sem formaður KSÍ árið 1989, byrjaði hann á því að taka fjármál sambandsins í gegn og tóku þau stakkaskiptum undir hans stjórn. Smá saman færði hann áherslu og kastljós KSÍ meira og meira í átt að knattspyrnu kvenna. Sagði Eggert gjarnan í ræðu og riti að vaxtarbroddur í íslensku íþróttalífi væri knattspyrna kvenna. Undir hans stjórn komust málefni kvennalandsliðsins loksins í fastar skorður. Hann fékk vissulega mikið og gott aðhald í gegnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK) og á tíðum ansi öfluga gagnrýni á starfshætti innan knattspyrnusambandsins. Slíku tók Eggert jafnan með miklu jafnaðargeði enda taldi hann að deilur og ósætti væri hreyfiafl framfara. „Ef við tökumst ekki á þá hreyfumst við ekki úr stað,“ sagði hann gjarnan. Mig langar því, við upphaf úrslitakeppi EM 2025, að færa Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ kærar þakkir fyrir hans framlag til knattspyrnu kvenna á Íslandi. Það hefur verið vanmetið hingað til og verður sennilega áfram í sögulegu samhengi. Í mínum huga er það hins vegar ómetanlegt. Takk Eggert. Höfundur er fyrrverandi stjórnarkona í KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Upptakturinn fyrir mótið hefur verið frábær hjá íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpsseríur, upphitunarþættir, hlaðvörp, bókaútgáfa og stanslausar auglýsingar sem tengjast EM hafa dunið á okkur á veraldarvefnum og víðar. Fyrir þetta vil ég þakka, þessi umfjöllun og athygli er ekki sjálfgefin. Það hefur komið glöggt fram í þáttunum Systraslagur, sem sýndir voru á RÚV, að leið knattspyrnu kvenna á Íslandi verið ströng þó hún sé ekki sérlega löng. Ástæða þess að ég sest við lyklaborðið er að hluta til það að A-landsliðið okkar er enn á ný að stíga á stóra sviðið í úrslitakeppni EM en einnig að það á að þakka þeim sem þakka ber. Allt frá upphafi hef ég fylgst mjög vel með leikjum kvennaboltanum. Ég tel mig þekkja ansi vel söguna sem lýst er í þáttum RÚV um Systraslag. Það er ekki hægt að gera allt og segja frá öllum en einn er sá aðili sem ég tel þó að hafi ekki fengið nægilega athygli og viðurkenningu sem hann á sannarlega skilda. Það er fyrrverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Á þeim árum sem knattspyrnukonur voru að berjast fyrir því að fá stærri sess innan félaganna og KSÍ var Eggert formaður knattspyrnudeildar Vals. Þegar hann tekur síðan við sem formaður KSÍ árið 1989, byrjaði hann á því að taka fjármál sambandsins í gegn og tóku þau stakkaskiptum undir hans stjórn. Smá saman færði hann áherslu og kastljós KSÍ meira og meira í átt að knattspyrnu kvenna. Sagði Eggert gjarnan í ræðu og riti að vaxtarbroddur í íslensku íþróttalífi væri knattspyrna kvenna. Undir hans stjórn komust málefni kvennalandsliðsins loksins í fastar skorður. Hann fékk vissulega mikið og gott aðhald í gegnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK) og á tíðum ansi öfluga gagnrýni á starfshætti innan knattspyrnusambandsins. Slíku tók Eggert jafnan með miklu jafnaðargeði enda taldi hann að deilur og ósætti væri hreyfiafl framfara. „Ef við tökumst ekki á þá hreyfumst við ekki úr stað,“ sagði hann gjarnan. Mig langar því, við upphaf úrslitakeppi EM 2025, að færa Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ kærar þakkir fyrir hans framlag til knattspyrnu kvenna á Íslandi. Það hefur verið vanmetið hingað til og verður sennilega áfram í sögulegu samhengi. Í mínum huga er það hins vegar ómetanlegt. Takk Eggert. Höfundur er fyrrverandi stjórnarkona í KSÍ.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun