Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. júlí 2025 14:01 Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun