Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 1. júlí 2025 09:01 Um þessar mundir er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir náttúruperluna og vatnsverndarsvæðið Heiðmörk. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 2. júlí. Mikilvægt er að vel takist til þannig að áfram ríki sátt um þetta mikilvæga og vinsæla svæði borgarinnar. Friðlandið í Heiðmörk er 75 ára á þessu ári. Heiðmörk er eitt helsta útivistarsvæði Reykjavíkur og alls höfuðborgarsvæðissins. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur á undanförnum áratugum unnið metnaðarfullt starf varðandi skógrækt og innviðauppbyggingu í þessari einstöku náttúruperlu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Mikilvæg auðlind Eins og allir vita er Heiðmörk ekki bara vinsælt útivistarsvæði heldur helsta vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Þess vegna er skylda okkar allra að tryggja að sú vernd sé í takt við nútíma kröfur um verndun neysluvatns. Hreint vatn er ein mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. Aðgengi að hreinu neysluvatni er ekki sjálfsagður hlutur þótt við Íslendingar þekkjum varla nokkuð annað. Villta vestrið Mannleg mistök geta auðveldlega valdið skaða á viðkvæmum vatnsverndarsvæðum Heiðmerkur. Í raun má segja að hingað til hafi umgengismál um þetta mikilvæga vatnsverndarsvæði minnt svolítið á „villta vestrið.“ Í gegnum Heiðmörk liggja malarvegir þar sem allar tegundir bíla geta brunað í gegn án nokkurra takmarkana. Umferð olíubíla er þó að sjálfsögðu bönnuð. Þrátt fyrir það eru dæmi um að litlu mátti muna eins og þegar olíubíll valt á afleggjara inn í Heiðmörk á sínum tíma. Dæmi eru um ofsaakstur einkabíla innan Heiðmerkur að nóttu til. Einnig er mikil umferð hesta á reiðstígum á svæðinu. Þess vegna hafa Veitur ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur lagt fram tillögur til að tryggja enn betur öryggi vatnsverndarsvæða innan Heiðmerkur. Það er ekki bara löngu tímabært heldur umfram allt nauðsynlegt. Mikil fjöldi gesta Rúmlega hálf milljón gesta fer um Heiðmörk á hverju ári. Þrátt fyrir töluverða innviðauppbyggingu er takmörkuð salernisaðstaða til staðar á svæðinu, af augljósum ástæðum. Það er auðvitað nokkuð snúið að sinna viðhaldi og hreinsun á slíkri aðstöðu innan þeirra vatnsverndarsvæða sem hvað vinsælust eru af göngufólki. Þar með er ekki sagt að allur þessi fjöldi fólks sem um viðkvæmustu svæðin fara þurfi ekki á slíkri aðstöðu að halda þegar náttúran kallar. Nýtt deiliskipulag Á vef Reykjavíkurborgar má finna eftirfarandi tilkynningu: „Reykjavíkurborg hefur undanfarna mánuði unnið að mótun nýs deiliskipulags fyrir Heiðmörk í samvinnu við Veitur, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Áhersla Reykjavíkurborgar er að Heiðmörk verði áfram aðgengilegt og fjölbreytt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd, enda leikur Heiðmörk mikilvægt hlutverk hvað varðar lýðheilsu höfuðborgarbúa.“ Breytingar á aðgengi Það yrði of langt mál að fjalla um allt sem fram kemur í drögum að nýju deiliskipulagi. Það má finna í heild sinni í Skipulagsgátt. Skipulagið gerir ráð fyrir að lokað verði fyrir almenna bílaumferð um grannsvæði vatnsverndar. Það þýðir að fólk getur ekki keyrt eins nálægt sumum þeirra svæða sem hvað vinsælust hafa verið. Flestir sem að þessu koma hjá borginni hafa fullan skilning á að sumum finnist þetta óþarflega mikil skerðing á því frelsi sem fyrir var. Einnig verður um að ræða beina lokun á allri umferð um tiltölulega lítinn hluta vatnstökusvæða. Mikilvægi góðra upplýsinga Það verður því væntanlega hlutverk Veitna og annara samstarfsaðila að upplýsa almenning og hagaðila eins vel og hægt er um mikilvægi þess sem fram undan er varðandi mótun þessa nýja deiliskipulags. Huga þarf enn betur að aðgengismálum inn í Heiðmörkina, sérstaklega varðandi aðkomu fatlaðs fólks og annarra sem erfiðara eiga um gang. Til framtíðar þarf allt aðgengi í Heiðmörk að uppfylla bæði nútímakröfur til vatnsverndar sem og mikilvægi svæðisins til útivistar. Tækifæri til framtíðar Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að tryggja bæði hreinleika og öryggi þeirrar mikilvægu auðlindar sem vatnið í Heiðmörk svo sannarlega er. Nú skiptir öllu máli að vel sé haldið um þá mótunarvinnu sem framundan er og að tekið verði tillit til sjónarmiða sem flestra. Nauðsynlegar aðgerðir varðandi öryggi neysluvatns verða þó alltaf að njóta vafans. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr í umhverfis- og skipulagsráði og heilbrigðisnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir náttúruperluna og vatnsverndarsvæðið Heiðmörk. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 2. júlí. Mikilvægt er að vel takist til þannig að áfram ríki sátt um þetta mikilvæga og vinsæla svæði borgarinnar. Friðlandið í Heiðmörk er 75 ára á þessu ári. Heiðmörk er eitt helsta útivistarsvæði Reykjavíkur og alls höfuðborgarsvæðissins. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur á undanförnum áratugum unnið metnaðarfullt starf varðandi skógrækt og innviðauppbyggingu í þessari einstöku náttúruperlu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Mikilvæg auðlind Eins og allir vita er Heiðmörk ekki bara vinsælt útivistarsvæði heldur helsta vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Þess vegna er skylda okkar allra að tryggja að sú vernd sé í takt við nútíma kröfur um verndun neysluvatns. Hreint vatn er ein mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. Aðgengi að hreinu neysluvatni er ekki sjálfsagður hlutur þótt við Íslendingar þekkjum varla nokkuð annað. Villta vestrið Mannleg mistök geta auðveldlega valdið skaða á viðkvæmum vatnsverndarsvæðum Heiðmerkur. Í raun má segja að hingað til hafi umgengismál um þetta mikilvæga vatnsverndarsvæði minnt svolítið á „villta vestrið.“ Í gegnum Heiðmörk liggja malarvegir þar sem allar tegundir bíla geta brunað í gegn án nokkurra takmarkana. Umferð olíubíla er þó að sjálfsögðu bönnuð. Þrátt fyrir það eru dæmi um að litlu mátti muna eins og þegar olíubíll valt á afleggjara inn í Heiðmörk á sínum tíma. Dæmi eru um ofsaakstur einkabíla innan Heiðmerkur að nóttu til. Einnig er mikil umferð hesta á reiðstígum á svæðinu. Þess vegna hafa Veitur ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur lagt fram tillögur til að tryggja enn betur öryggi vatnsverndarsvæða innan Heiðmerkur. Það er ekki bara löngu tímabært heldur umfram allt nauðsynlegt. Mikil fjöldi gesta Rúmlega hálf milljón gesta fer um Heiðmörk á hverju ári. Þrátt fyrir töluverða innviðauppbyggingu er takmörkuð salernisaðstaða til staðar á svæðinu, af augljósum ástæðum. Það er auðvitað nokkuð snúið að sinna viðhaldi og hreinsun á slíkri aðstöðu innan þeirra vatnsverndarsvæða sem hvað vinsælust eru af göngufólki. Þar með er ekki sagt að allur þessi fjöldi fólks sem um viðkvæmustu svæðin fara þurfi ekki á slíkri aðstöðu að halda þegar náttúran kallar. Nýtt deiliskipulag Á vef Reykjavíkurborgar má finna eftirfarandi tilkynningu: „Reykjavíkurborg hefur undanfarna mánuði unnið að mótun nýs deiliskipulags fyrir Heiðmörk í samvinnu við Veitur, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Áhersla Reykjavíkurborgar er að Heiðmörk verði áfram aðgengilegt og fjölbreytt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd, enda leikur Heiðmörk mikilvægt hlutverk hvað varðar lýðheilsu höfuðborgarbúa.“ Breytingar á aðgengi Það yrði of langt mál að fjalla um allt sem fram kemur í drögum að nýju deiliskipulagi. Það má finna í heild sinni í Skipulagsgátt. Skipulagið gerir ráð fyrir að lokað verði fyrir almenna bílaumferð um grannsvæði vatnsverndar. Það þýðir að fólk getur ekki keyrt eins nálægt sumum þeirra svæða sem hvað vinsælust hafa verið. Flestir sem að þessu koma hjá borginni hafa fullan skilning á að sumum finnist þetta óþarflega mikil skerðing á því frelsi sem fyrir var. Einnig verður um að ræða beina lokun á allri umferð um tiltölulega lítinn hluta vatnstökusvæða. Mikilvægi góðra upplýsinga Það verður því væntanlega hlutverk Veitna og annara samstarfsaðila að upplýsa almenning og hagaðila eins vel og hægt er um mikilvægi þess sem fram undan er varðandi mótun þessa nýja deiliskipulags. Huga þarf enn betur að aðgengismálum inn í Heiðmörkina, sérstaklega varðandi aðkomu fatlaðs fólks og annarra sem erfiðara eiga um gang. Til framtíðar þarf allt aðgengi í Heiðmörk að uppfylla bæði nútímakröfur til vatnsverndar sem og mikilvægi svæðisins til útivistar. Tækifæri til framtíðar Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að tryggja bæði hreinleika og öryggi þeirrar mikilvægu auðlindar sem vatnið í Heiðmörk svo sannarlega er. Nú skiptir öllu máli að vel sé haldið um þá mótunarvinnu sem framundan er og að tekið verði tillit til sjónarmiða sem flestra. Nauðsynlegar aðgerðir varðandi öryggi neysluvatns verða þó alltaf að njóta vafans. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr í umhverfis- og skipulagsráði og heilbrigðisnefnd.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar