Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 07:31 Heimili Routh á Hawaii. AP/Audrey McAvoy Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa. Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira