Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 07:31 Heimili Routh á Hawaii. AP/Audrey McAvoy Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa. Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira