Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:07 Donald Trump var fórnarlamb tölvuárásar Írana samkvæmt mati bandarísku leyniþjónustunnar. Hann rifti meðal annars kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í forsetatíð sinni og lét ráða háttsettan herforingja íranska byltingarvarðarins af dögum. AP/Julia Nikhinson Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni. Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni.
Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06