Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:07 Donald Trump var fórnarlamb tölvuárásar Írana samkvæmt mati bandarísku leyniþjónustunnar. Hann rifti meðal annars kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í forsetatíð sinni og lét ráða háttsettan herforingja íranska byltingarvarðarins af dögum. AP/Julia Nikhinson Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni. Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni.
Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06