Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 22:57 Vance er öldungardeildarþingmaður Ohio-ríkis og 39 ára gamall. AP James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira