Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 22:57 Vance er öldungardeildarþingmaður Ohio-ríkis og 39 ára gamall. AP James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent