Ávarpaði þjóðina og hvatti menn til að „kæla“ orðræðuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 06:49 Biden ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í gær. AP/New York Times/Erin Schaff Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina frá Hvíta húsinu í gærkvöldi og hvatti til samstöðu gagnvart sundrung og reiði. Hann sagði of mikinn hita og reiði einkenna pólitíska orðræðu í landinu og hvatti menn til að „kæla hana niður“. Tilefni ávarps forsetans var banatilræðið gegn Donald Trump í Pennsylvaníu á laugardag. Sjálfur sagði Trump í samtali við Washington Examiner í gær að hann væri núna fyrst að átta sig á því hvað hefði gerst. Þá hét hann því að nota ræðu sína á landsþingi Repúblikana, sem hefst í dag, til að sameina þjóðina og jafnvel alla heimsbyggðina. „Ræðan verður mjög ólík því sem hún hefði verið fyrir tveimur dögum,“ sagði hann. Biden hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig árásarmaðurinn komst upp á þak nærri sviðinu þar sem Trump var að halda kosningaræðu þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan hefur varað við því að hótunum um ofbeldi í tengslum við kosningarnar hafi fjölgað í kjölfar árásarinnar. „Við getum ekki og megum ekki ganga þennan veg í Bandaríkjunum,“ sagði Biden og vísaði til fleiri dæma um ofbeldi í tengslum við pólitík, svo sem árásina á þinghúsið og árásina á eiginmann Nancy Pelosi. Þá sagði hann Corey Comperator hetju en hann lést á kosningafundinum á laugardag þegar hann freistaði þess að skýla konu sinni og dóttur frá skotum. Samsæriskenningar varðandi tilræðið gegn Trump fara nú eins og eldur í sinu í netheimum og þá hafa Repúblikanar sakað Biden um að eiga þátt að máli með því að stilla Trump upp sem ógn við lýðræðið. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Tilefni ávarps forsetans var banatilræðið gegn Donald Trump í Pennsylvaníu á laugardag. Sjálfur sagði Trump í samtali við Washington Examiner í gær að hann væri núna fyrst að átta sig á því hvað hefði gerst. Þá hét hann því að nota ræðu sína á landsþingi Repúblikana, sem hefst í dag, til að sameina þjóðina og jafnvel alla heimsbyggðina. „Ræðan verður mjög ólík því sem hún hefði verið fyrir tveimur dögum,“ sagði hann. Biden hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig árásarmaðurinn komst upp á þak nærri sviðinu þar sem Trump var að halda kosningaræðu þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan hefur varað við því að hótunum um ofbeldi í tengslum við kosningarnar hafi fjölgað í kjölfar árásarinnar. „Við getum ekki og megum ekki ganga þennan veg í Bandaríkjunum,“ sagði Biden og vísaði til fleiri dæma um ofbeldi í tengslum við pólitík, svo sem árásina á þinghúsið og árásina á eiginmann Nancy Pelosi. Þá sagði hann Corey Comperator hetju en hann lést á kosningafundinum á laugardag þegar hann freistaði þess að skýla konu sinni og dóttur frá skotum. Samsæriskenningar varðandi tilræðið gegn Trump fara nú eins og eldur í sinu í netheimum og þá hafa Repúblikanar sakað Biden um að eiga þátt að máli með því að stilla Trump upp sem ógn við lýðræðið.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira