„Já ég veit muninn... annar er saksóknari hinn er glæpamaður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 07:22 Biden virðist enn vígreifur, þrátt fyrir aukin áköll um að hann víki fyrir nýrri kynslóð. AP/Jacquelyn Martin Þrír bættust í hóp þeirra þingmanna Demókrataflokksins sem kalla nú eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar í forsetakosningunum vestanhafs eftir blaðamannafund forsetans í gærkvöldi. Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Sjá meira
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10
Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43