Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 06:40 Trump og Biden mættust í stúdíói CNN. Engir áhorfendur voru í salnum. Vísir/EPA Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. Þá segir að Biden hafi verið hikandi og að Demókratar séu margir áhyggjufullir eftir kappræðurnar. Einhverjir vilji að hann stígi til hliðar og að annar frambjóðandi taki við. Stuðningsmenn Trump lýstu eftir kappræðurnar yfir sigri Mennirnir tveir fóru um víðan völl í kappræðunum og ræddu fóstureyðingar, skattamál, innflytjendamál, stríðin í Úkraínu og á Gasa og efnahagsmál. Þá ræddu þeir einnig golf og skoðanakannanir síðustu mánaða. Á vef Guardian segir að Biden hafi byrjað kvöldið hás og hafi stöðugt misst þráðinn þegar hann reyndi að verja efnahagsstefnu sína og gagnrýna Trump. Þá segir að hann hafi átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og hafi farið úr einu í annað. Þá hafi Biden átt erfitt með að svara spurningu um fóstureyðingar sem er hitamál í Bandaríkjunum eins og er. Stuðningsmenn Trump lýstu yfir sigri í kjölfar kappræðnanna.Vísir/EPA Í umfjöllun Reuters segir að bandamenn Biden hafi reynt að vera stoltir eftir að kappræðunum lauk og sögðu hann hafa verið með flensu eða Covid-19. Líklegt er að frammistaða Biden muni ýta undir frekari áhyggjur hjá kjósendum sem þegar höfðu áhyggjur af aldri hans, en hann er 81 árs gamall. Trump er nokkrum árum yngri, eða 78 ára. Vilja nýjan frambjóðanda Í frétt Reuters segir að þau hafi rætt við einn af stærstu bakhjörlum Biden sem vilji að hann stígi til hliðar. Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, sagði í viðtali eftir kappræðurnar á CNN að Biden hefði byrjað hægur en sagði að það ætti að dæma hann eftir frammistöðu sinni í embætti, og sömuleiðis Trump. Biden byrjaði ekki vel og var hikandi og hás. Honum tókst betur til þegar fór að líða á kappræðurnar.Vísir/EPA Enn eru rúmir fimm mánuðir í kosningar en þær fara fram í upphafi nóvember. Kappræðurnar voru haldnar af CNN og voru engir áhorfendur í salnum. Þeir fengu báðir tvær mínútur til að svara hverri spurningu og á meðan var slökkt á míkrófón hins. Margir óákveðnir Forsetaframbjóðendurnir höfðu ekki talað saman frá því að þeir mættust í síðustu kappræðunum fyrir kosningarnar árið 2020. Trump kom ekki á innsetningarhátíð Biden árið 2020. Þá mótmælti hann niðurstöðu kosninganna sem varð til þess að hópur fólks réðst inn í þinghúsið. Trump sagði í gær að hann myndi aðeins samþykkja kosninguna ef hún yrði „sanngjörn“ og „rétt“. Fram kemur í frétt Reuters að hvorki Biden né Trump sé mjög vinsæll og að margir Bandaríkjamenn séu enn tvístígandi varðandi val sitt í kosningunum. Um fimmti hver sagði í nýlegri könnun Reuters og Ipsos að þau ætli að kjósa þriðja frambjóðandann eða ætli ekki að taka þátt í kosningunum. Hægt er að horfa á kappræðurnar hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. 27. júní 2024 13:57 Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. 27. júní 2024 11:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þá segir að Biden hafi verið hikandi og að Demókratar séu margir áhyggjufullir eftir kappræðurnar. Einhverjir vilji að hann stígi til hliðar og að annar frambjóðandi taki við. Stuðningsmenn Trump lýstu eftir kappræðurnar yfir sigri Mennirnir tveir fóru um víðan völl í kappræðunum og ræddu fóstureyðingar, skattamál, innflytjendamál, stríðin í Úkraínu og á Gasa og efnahagsmál. Þá ræddu þeir einnig golf og skoðanakannanir síðustu mánaða. Á vef Guardian segir að Biden hafi byrjað kvöldið hás og hafi stöðugt misst þráðinn þegar hann reyndi að verja efnahagsstefnu sína og gagnrýna Trump. Þá segir að hann hafi átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og hafi farið úr einu í annað. Þá hafi Biden átt erfitt með að svara spurningu um fóstureyðingar sem er hitamál í Bandaríkjunum eins og er. Stuðningsmenn Trump lýstu yfir sigri í kjölfar kappræðnanna.Vísir/EPA Í umfjöllun Reuters segir að bandamenn Biden hafi reynt að vera stoltir eftir að kappræðunum lauk og sögðu hann hafa verið með flensu eða Covid-19. Líklegt er að frammistaða Biden muni ýta undir frekari áhyggjur hjá kjósendum sem þegar höfðu áhyggjur af aldri hans, en hann er 81 árs gamall. Trump er nokkrum árum yngri, eða 78 ára. Vilja nýjan frambjóðanda Í frétt Reuters segir að þau hafi rætt við einn af stærstu bakhjörlum Biden sem vilji að hann stígi til hliðar. Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, sagði í viðtali eftir kappræðurnar á CNN að Biden hefði byrjað hægur en sagði að það ætti að dæma hann eftir frammistöðu sinni í embætti, og sömuleiðis Trump. Biden byrjaði ekki vel og var hikandi og hás. Honum tókst betur til þegar fór að líða á kappræðurnar.Vísir/EPA Enn eru rúmir fimm mánuðir í kosningar en þær fara fram í upphafi nóvember. Kappræðurnar voru haldnar af CNN og voru engir áhorfendur í salnum. Þeir fengu báðir tvær mínútur til að svara hverri spurningu og á meðan var slökkt á míkrófón hins. Margir óákveðnir Forsetaframbjóðendurnir höfðu ekki talað saman frá því að þeir mættust í síðustu kappræðunum fyrir kosningarnar árið 2020. Trump kom ekki á innsetningarhátíð Biden árið 2020. Þá mótmælti hann niðurstöðu kosninganna sem varð til þess að hópur fólks réðst inn í þinghúsið. Trump sagði í gær að hann myndi aðeins samþykkja kosninguna ef hún yrði „sanngjörn“ og „rétt“. Fram kemur í frétt Reuters að hvorki Biden né Trump sé mjög vinsæll og að margir Bandaríkjamenn séu enn tvístígandi varðandi val sitt í kosningunum. Um fimmti hver sagði í nýlegri könnun Reuters og Ipsos að þau ætli að kjósa þriðja frambjóðandann eða ætli ekki að taka þátt í kosningunum. Hægt er að horfa á kappræðurnar hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. 27. júní 2024 13:57 Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. 27. júní 2024 11:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49
Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. 27. júní 2024 13:57
Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. 27. júní 2024 11:11