Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 11:11 Búist er við að tugmilljónir manna stilli á CNN í kvöld til að fylgjast með kappræðunum. AP Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27
Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00