Himinhátt innanlandsflug Ingibjörg Isaksen skrifar 23. apríl 2024 15:00 Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Byggðamál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun