Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:37 Biden tók sjálfu með stuðningsmanni þegar hann heimsótti kaffihús í Los Angeles í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“. Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“.
Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira