Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:37 Biden tók sjálfu með stuðningsmanni þegar hann heimsótti kaffihús í Los Angeles í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“. Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Biden var að tala um loftslagsmál þegar hann sagði: „Við erum með brjálaða tíkarsyni eins og Pútín og fleiri og við þurfum alltaf að vera að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði en loftslagsvandinn er það sem ógnar tilvist mannkynsins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn notar blótsyrðið en árið 2022 talaði hann óvarlega nálægt míkrafónum sem kveikt var á og notaði „tíkarsonur“ (e. son of a bitch) um fréttaritara Fox News í Hvíta húsinu. Tilkynnt var um andlát Navalní á dögunum en hann dvaldi þá í fangelsi í Rússlandi og mörgum spurningum ósvarað um það hvernig dauða hans bar að. Trump lagði grunsamlegan dauða Navalnís að jöfnu við eigin vandræðagang fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og sagði nýfallinn dóm, þar sem hann var dæmdur til að greiða 350 milljónir dala í sekt, vera einhvers konar „kommúnisma eða fasisma“. „Sumt af því sem þessi náungi hefur verið að segja, eins og að bera sjálfan sig saman við Navalní, og segja að hann hafi verið ofsóttur, eins og Navalní var ofsóttur, af því að landið okkar sé orðið kommúnískt... Ég veit ekki hvað í fjáranum hann er að tala um,“ sagði Biden. „Ég meina, ef ég hefði staðið hér fyrir tíu til fimmtán árum og sagt eitthvað af þessu, þið hefðuð öll talið að það ætti að leggja mig inn,“ bætti hann við. Biden sagði sjálfur eftir dauða Navalní að jafnvel þótt menn vissu ekki hvernig hann hefði dáið mætti vafalítið rekja andlát hans til aðgerða Pútín og „þrjóta hans“.
Rússland Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Alexei Navalní Donald Trump Bandaríkin Vladimír Pútín Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira