Biden brást reiður við skýrslu um leyniskjöl Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2024 13:45 Joe Biden var reiður á blaðamannafundi í gær. AP/Evan Vucci Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur opinber og leynileg skjöl sem fundust í vörslu Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, frá þeim tíma er hann var óbreyttur borgari, birti í gær skýrslu um rannsókn sína. Þar sagði hann ekki tilefni til að ákæra Biden en sagði hann hafa vísvitandi haldið eftir leynilegum gögnum og jafnvel sýnt öðrum þau. Í skýrslunni skrifaði Robert Hur að meðal ástæðna fyrir því að hann legði til að Biden yrði ekki ákærður væri að forsetinn gæti við réttarhöld málað sig sem vel meinandi eldri mann með stöpult minni, eins og hann hefði gert í skýrslutökum. Hann hélt því einnig fram að Biden hefði ekki munað hvaða ár sonur hans Beau dó úr krabbameini. Það var árið 2015, þegar Biden var varaforseti Baracks Obama. Skýrsluna má finna hér á vef dómsmálaráðuneytisins. Biden, sem er 81 árs gamall, brást reiður skrifum Hur á blaðamannafundi í gær. Á blaðamannafundinum í gær deildi Biden jafnvel við blaðamenn og svaraði á kaldhæðinn máta. Hann brást sérstaklega reiður við þegar hann var spurður út í skrif Hur um minni hans. „Ég meina, ég er vel meinandi maður, ég er eldri maður og ég veit hvurn andskotann ég er að gera,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Forsetinn þvertók fyrir að hafa sýnt öðrum leynileg skjöl og skaut á Hur fyrir að opinbera efasemdir um minni hans. Biden var sérstaklega reiður yfir skrifum Hur um að hann mundi ekki eftir því hvenær Beau lést. „Það er meira segja tilvísun þarna um að ég muni ekki hvenær sonur minn dó. Hvernig í andskotanum dirfist hann til að skrifa það?“ Biden sagðist muna vel eftir dauða sonar síns. „Ef satt skal segja, þegar ég var spurður þessarar spurningar, fannst mér það ekki koma þeim við,“ sagði Biden. „Það þarf enginn að minna mig á hvenær hann dó.“ Blaðamenn Washington Post segja að Biden hafi verið enn reiðari á fundi með þingmönnum Demókrataflokksins fyrr um daginn. Eftir að hann var spurður hvernig hann hefði það. „Hvernig í andskotanum á ég að hafa gleymt deginum sem sonur minn dó? Auðvitað man ég það.“ Kannanir vestanhafs hafa sýnt að kjósendur hafa áhyggjur af aldri Biden, en hann fæddist árið 1942. Donald Trump fæddist árið 1946. Ekki bara ósáttur Biden var þó ekki eingöngu ósáttur við Hur. Hann lýsti yfir ánægju með að rannsakandinn hefði gert greinarmun á milli máls hans og skjalamáli Donalds Trump, væntanlegs mótframbjóðanda Biden í forsetakosningunum í nóvember. Trump hefur verið ákærður fyrir að taka mikið magn opinberra gagna og leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu. Þá neitaði hann lengi að afhenda gögnin og reyndi að fela gögn fyrir rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, miðað við ákærur gegn forsetanum fyrrverandi. Um svipað leyti fundust opinber gögn í vörslu Bidens. Þar á meðal voru leynileg skjöl. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Biden skilaði gögnunum þó um leið og þau fundust og tilkynnti fund þeirra til yfirvalda. Sjá einnig: Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Í fyrra kom fram í dómskjölum frá Jack Smith, sem hefur skjalamál Trump til rannsóknar, að fyrrverandi starfsmaður í Mar a Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, hefði breytt framburði sínum varðandi það hvort einhver hefði reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í byggingunni. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49 Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Í skýrslunni skrifaði Robert Hur að meðal ástæðna fyrir því að hann legði til að Biden yrði ekki ákærður væri að forsetinn gæti við réttarhöld málað sig sem vel meinandi eldri mann með stöpult minni, eins og hann hefði gert í skýrslutökum. Hann hélt því einnig fram að Biden hefði ekki munað hvaða ár sonur hans Beau dó úr krabbameini. Það var árið 2015, þegar Biden var varaforseti Baracks Obama. Skýrsluna má finna hér á vef dómsmálaráðuneytisins. Biden, sem er 81 árs gamall, brást reiður skrifum Hur á blaðamannafundi í gær. Á blaðamannafundinum í gær deildi Biden jafnvel við blaðamenn og svaraði á kaldhæðinn máta. Hann brást sérstaklega reiður við þegar hann var spurður út í skrif Hur um minni hans. „Ég meina, ég er vel meinandi maður, ég er eldri maður og ég veit hvurn andskotann ég er að gera,“ sagði Biden við blaðamenn í gær. Forsetinn þvertók fyrir að hafa sýnt öðrum leynileg skjöl og skaut á Hur fyrir að opinbera efasemdir um minni hans. Biden var sérstaklega reiður yfir skrifum Hur um að hann mundi ekki eftir því hvenær Beau lést. „Það er meira segja tilvísun þarna um að ég muni ekki hvenær sonur minn dó. Hvernig í andskotanum dirfist hann til að skrifa það?“ Biden sagðist muna vel eftir dauða sonar síns. „Ef satt skal segja, þegar ég var spurður þessarar spurningar, fannst mér það ekki koma þeim við,“ sagði Biden. „Það þarf enginn að minna mig á hvenær hann dó.“ Blaðamenn Washington Post segja að Biden hafi verið enn reiðari á fundi með þingmönnum Demókrataflokksins fyrr um daginn. Eftir að hann var spurður hvernig hann hefði það. „Hvernig í andskotanum á ég að hafa gleymt deginum sem sonur minn dó? Auðvitað man ég það.“ Kannanir vestanhafs hafa sýnt að kjósendur hafa áhyggjur af aldri Biden, en hann fæddist árið 1942. Donald Trump fæddist árið 1946. Ekki bara ósáttur Biden var þó ekki eingöngu ósáttur við Hur. Hann lýsti yfir ánægju með að rannsakandinn hefði gert greinarmun á milli máls hans og skjalamáli Donalds Trump, væntanlegs mótframbjóðanda Biden í forsetakosningunum í nóvember. Trump hefur verið ákærður fyrir að taka mikið magn opinberra gagna og leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu. Þá neitaði hann lengi að afhenda gögnin og reyndi að fela gögn fyrir rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, miðað við ákærur gegn forsetanum fyrrverandi. Um svipað leyti fundust opinber gögn í vörslu Bidens. Þar á meðal voru leynileg skjöl. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Biden skilaði gögnunum þó um leið og þau fundust og tilkynnti fund þeirra til yfirvalda. Sjá einnig: Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Í fyrra kom fram í dómskjölum frá Jack Smith, sem hefur skjalamál Trump til rannsóknar, að fyrrverandi starfsmaður í Mar a Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, hefði breytt framburði sínum varðandi það hvort einhver hefði reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í byggingunni.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49 Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49
Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25
Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00
Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59