Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:05 Zuckerberg snéri sér við og ávarpaði fjölskyldurnar í salnum. Getty/Anna Moneymaker „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira