45.000 strætóferðir Davíð Þorláksson skrifar 22. nóvember 2023 09:01 Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun