Í frétt The Guardian segir að talsmaður Bennett hafi greint frá andláti hans í dag. Bennett var þekktastur fyrir að hafa sungið lögin I Left My Heart in San Francisco, Body and Soul og The Way You Look Tonight.
Þá var hann einnig þekktur fyrir framkomu sína á tónleikum með söngvurum á borð við Frank Sinatra og Lady Gaga.
Söngvarinn seldi milljónir hljómplata á lífstíð sinni auk þess sem hann landaði tuttugu Grammy-verðlaunum.
Tony Bennet varð fyrst þekktur árið 1951 fyrir lag sitt Because of You. Meðal frægustu laga söngvarans má nefna Body and Soul, The Way You Look Tonight og I Left My Heart In San Fransisco.
Auk glæsts tónlistarferils var Bennett mikill Íslandsvinur. Fréttastofa náði tali af söngvaranum þegar hann ferðaðist til Íslands í ágúst árið 2012. „Þau sögðu mér að taka myndavélina með mér og skissubókina mína. Um leið og ég kæmi til landsins ætti ég að fara í nokkura klukkustunda bíltúr og ljósmynda það sem ég sé,“ sagði Bennett skömmu eftir að hann lenti í Reykjavík.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Söngvarinn greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2016. Fimm árum síðar kom hann fram á sínum hinstu tónleikum með söngkonunni Lady Gaga.