Biden og Sunak funda um mögulega aðild Úkraínu að Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2023 07:01 Biden tók á móti Sunak í Hvíta húsinu í júní síðastliðnum en er nú staddur í Lundúnum í aðdraganda fundar Nató-ríkjanna í Vilníus. epa/Bonnie Cash Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, munu funda í Lundúnum í dag þar sem efsta mál á dagskrá verður ósk Úkraínumanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkjamenn og Bretar eru meðal einörðustu stuðningsmanna Úkraínu en stjórnvöld vestanhafs eru sögð hafa verulegar efasemdir um að samþykkja aðild ríkisins að Nató, af ótta við að styggja Rússa. Allir aðilar virðast sammála um að Úkraína muni ekki fá inngöngu á meðan átökunum í landinu stendur en stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa talað fyrir því að þegar að því kemur fái Úkraína skjóta aðild, jafnvel þótt það hafi ekki uppfyllt tilskilin skilyrði. Biden ítrekaði hins vegar í viðtali á CNN í gær að Úkraínumenn væru „ekki reiðubúnir ennþá“ og að endalok átakanna í landinu væru ekki eina skilyrði aðildar. „Nató er ferli þar sem það tekur nokkurn tíma að uppfylla öll skilyrði; allt frá lýðræðisvæðingu til alls konar annarra málefna,“ sagði forsetinn. Þá sagði hann að leiðtogar Nató þyrftu að leggja fram rökræna áætlun um aðild Úkraínu. Biden gerði því einnig skóna að á meðan Úkraínumenn stæðu utan bandalagsins gætu Bandaríkjamenn veitt þeim hernaðarlegan stuðning sambærilegan þeim sem þeir veita Ísrael. Bandaríkin Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar eru meðal einörðustu stuðningsmanna Úkraínu en stjórnvöld vestanhafs eru sögð hafa verulegar efasemdir um að samþykkja aðild ríkisins að Nató, af ótta við að styggja Rússa. Allir aðilar virðast sammála um að Úkraína muni ekki fá inngöngu á meðan átökunum í landinu stendur en stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa talað fyrir því að þegar að því kemur fái Úkraína skjóta aðild, jafnvel þótt það hafi ekki uppfyllt tilskilin skilyrði. Biden ítrekaði hins vegar í viðtali á CNN í gær að Úkraínumenn væru „ekki reiðubúnir ennþá“ og að endalok átakanna í landinu væru ekki eina skilyrði aðildar. „Nató er ferli þar sem það tekur nokkurn tíma að uppfylla öll skilyrði; allt frá lýðræðisvæðingu til alls konar annarra málefna,“ sagði forsetinn. Þá sagði hann að leiðtogar Nató þyrftu að leggja fram rökræna áætlun um aðild Úkraínu. Biden gerði því einnig skóna að á meðan Úkraínumenn stæðu utan bandalagsins gætu Bandaríkjamenn veitt þeim hernaðarlegan stuðning sambærilegan þeim sem þeir veita Ísrael.
Bandaríkin Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira