Evrópumet í vaxtahækkunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. maí 2023 16:31 Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá. Tugþúsundir Íslendinga finna nú fyrir því að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað upp úr öllu valdi og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að skilvíslega sé borgað af láninu mánaðarlega. Og enn aðrir hafa áhyggjur af því hvernig stálpuð börn þeirra eigi að geta eignast íbúð, hvort þau munu komast inn á húsnæðismarkaðinn. Og þegar hinn jákvæði og létti tónlistarmaður Jón Ólafsson er opinberlega farinn að kalla eftir kosningum má ljóst vera að staðan er ekki góð. Á liðnum dögum hækkuðu stýrivextir um 1,25%. Það var hraustleg hækkun og sú þrettánda í röð. Þessi vaxtahækkun kemur hart niður á heimilum, ekki síst yngra fólki og barnafjölskyldum. Á þessu ári munu svo enn fleiri heimili bætast í hópinn sem finna fyrir vaxtahækkunum þegar 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta óverðtryggðra lána. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi? Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri hérlendis en í löndunum í kringum okkur, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og ytra. Það hefur með veruleika hins sér íslenska gjaldmiðils að gera. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Ríkisstjórnin talar núna um að verðbólga sé stærsti óvinur almennings en viðbrögðin gegn verðbólgunni eru þrátt fyrir það lítil sem engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella frekar bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og um leið útgjöld heimila og fyrirtækja. Það er mikilvægt að bregðast við þessu verðbólguástandi til skemmri tíma. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur og að farið yrði í að greiða niður skuldir á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur til að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslur barnabóta. Þeim tillögum var hafnað. Enn eitt rauða flaggið er hverjar afleiðingar stöðugra vaxtahækkana verða en byggingabransinn er á leið í frost. Eftirspurnin er horfin því fyrstu kaupendur geta ekki keypt. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Ungu fólki er í dag ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálin ekki einn og sér. Það þarf félagslegt kerfi af hálfu sem tekur á þeirri þörf sem bætist við á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda en á ekki að vera málaflokkur átaksverkefna. Staðan að þyngjast Stóra myndin er þessi. Við heyrum á fólki að staðan er tekin að þyngjast og við vitum um leið að afleiðingar af verðbólgu og vaxtahækkunum eru ójafnar. Þar þarf að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Við vitum að verðbólgan bitnar alltaf harðast á þeim sem minnst eiga fyrir og að vaxtahækkanir bitna harðast á ungu fólki og barnafjölskyldum. Það er vel hægt að kæla verðbólgu með aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin hefur af óskiljanlegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þessu mikilvæga verkefni. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að vakna og taka þátt í því með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu og lækka með því reikninga í heimilisbókhaldi fólks. Og búa þannig um hnútana að fleiri en ungir erfingjar eigi möguleika á húsnæðismarkaði. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu efnahagsmála og óskandi að þar birtist einhver sýn hjá ríkisstjórninni um næstu skref, í stað þess að tala í þátíð um góða stöðu heimila. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá. Tugþúsundir Íslendinga finna nú fyrir því að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað upp úr öllu valdi og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að skilvíslega sé borgað af láninu mánaðarlega. Og enn aðrir hafa áhyggjur af því hvernig stálpuð börn þeirra eigi að geta eignast íbúð, hvort þau munu komast inn á húsnæðismarkaðinn. Og þegar hinn jákvæði og létti tónlistarmaður Jón Ólafsson er opinberlega farinn að kalla eftir kosningum má ljóst vera að staðan er ekki góð. Á liðnum dögum hækkuðu stýrivextir um 1,25%. Það var hraustleg hækkun og sú þrettánda í röð. Þessi vaxtahækkun kemur hart niður á heimilum, ekki síst yngra fólki og barnafjölskyldum. Á þessu ári munu svo enn fleiri heimili bætast í hópinn sem finna fyrir vaxtahækkunum þegar 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta óverðtryggðra lána. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi? Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri hérlendis en í löndunum í kringum okkur, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og ytra. Það hefur með veruleika hins sér íslenska gjaldmiðils að gera. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Ríkisstjórnin talar núna um að verðbólga sé stærsti óvinur almennings en viðbrögðin gegn verðbólgunni eru þrátt fyrir það lítil sem engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella frekar bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og um leið útgjöld heimila og fyrirtækja. Það er mikilvægt að bregðast við þessu verðbólguástandi til skemmri tíma. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur og að farið yrði í að greiða niður skuldir á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur til að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslur barnabóta. Þeim tillögum var hafnað. Enn eitt rauða flaggið er hverjar afleiðingar stöðugra vaxtahækkana verða en byggingabransinn er á leið í frost. Eftirspurnin er horfin því fyrstu kaupendur geta ekki keypt. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Ungu fólki er í dag ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálin ekki einn og sér. Það þarf félagslegt kerfi af hálfu sem tekur á þeirri þörf sem bætist við á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda en á ekki að vera málaflokkur átaksverkefna. Staðan að þyngjast Stóra myndin er þessi. Við heyrum á fólki að staðan er tekin að þyngjast og við vitum um leið að afleiðingar af verðbólgu og vaxtahækkunum eru ójafnar. Þar þarf að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Við vitum að verðbólgan bitnar alltaf harðast á þeim sem minnst eiga fyrir og að vaxtahækkanir bitna harðast á ungu fólki og barnafjölskyldum. Það er vel hægt að kæla verðbólgu með aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin hefur af óskiljanlegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þessu mikilvæga verkefni. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að vakna og taka þátt í því með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu og lækka með því reikninga í heimilisbókhaldi fólks. Og búa þannig um hnútana að fleiri en ungir erfingjar eigi möguleika á húsnæðismarkaði. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu efnahagsmála og óskandi að þar birtist einhver sýn hjá ríkisstjórninni um næstu skref, í stað þess að tala í þátíð um góða stöðu heimila. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun