Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2023 19:59 Óhætt er að segja að um mikið tæknistökk sé að ræða. Vísir/Sigurjón/Arnar Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. Gervigreindin, sem við höfum lesið um í hinum ýmsu framtíðarsögum, er mætt í öllu sínu veldi en sú sem talin er vera best talar nú íslensku. Fyrirtækið Miðeind hefur að undanförnu unnið með bandaríska fyrirtækinu Open AI, sem stendur að baki gervigreindarlíkaninu Chat GPT 4, og kennt greindinni íslensku. „Þetta er besta og stærsta gervigreindarlíkan sem opið er fyrir almenning og almenna notendur í dag,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar sem er hæstánægður með þetta þróunarverkefni. Vanalega eru stór mállíkön á borð við Chat GTP þjálfuð með ógrynni af textum af internetinu þegar verið er að kenna þeim stór og útbreidd tungumál. Það sama gildir hins vegar ekki um örtunguna íslensku og þurfti greindin smá hjálp. Mannlegi þátturinn skapar sérstöðuna „Það sem er einstakt við þetta verkefni er að við fengum 40 sjálfboðaliða hér á landi til að hjálpa okkur við að búa til spurningar og til að meta svör úr þessu gervigreindarneti sem hjálpar til við að ýta því í rétta átt þannig að það kunni betur að skilja og svara á íslensku. Það er þessi mannlegi þáttur sem er svolítið einstakur í þessu og þetta net hefur einungis verið þjálfað með þessum hætti á íslensku og ensku.“ Ævintýrið hófst upprunalega með heimsókn forseta Íslands í Kísildal fyrir tæpu ári en þá funduðu forseti og sendinefnd frá Íslandi með Sam Altman, forstjóra Open AI. „Ég verð bara að segja eins og er að við þurftum að klípa okkur í handlegginn á hverjum degi við tilhugsunina um að þarna værum við litlu Íslendingarnir í þessu merkilega þróunarverkefni sem ég held að sé alveg veraldarsögulegt. Í tilefni af fréttum af hinu íslenskumælandi gervigreindarlíkani mælti blaðamaður sér mót við Berg Ebba Benediktsson, rithöfund og fyrirlesara, sem hefur stundað nám í svokölluðum framtíðarfræðum í Toronto og skrifað mikið um gervigreind. Í ljósi þess að umfjöllunarefnið er nýstárlegt og stundum dálítið flókið ákvað fréttastofa að birta viðtalið við Berg Ebba í heild sinni þar sem hinar ýmsu hliðar á gervigreind eru skoðaðar. Hér er hægt að nálgast viðtalið í heild fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér gervigreind nánar. Bergur segir kenninguna um gervigreind hafa verið til í áratugi. Hún byggist á því að tölvur geti öðlast hugsun sem jafnast á við mannlega hugsun og í rauninni tekið yfir ýmis verkefni sem mannshugurinn gat áður einungis leyst sjálfur. En getur þetta framtak jafnvel orðið liður í því að bjarga þessari örtungu? „Það er alveg hægt að stilla þessu upp svona. Ég var sjálfur að vinna svolítið að þessum máltæknimálum í stjórn Almannaróms og þar var í rauninni markmiðið að koma einkafyrirtækjum, yfirvöldum og akademíska samfélaginu í samstarf við þessi stóru tæknifyrirtæki úti í heimi. Þetta er ótrúlega stórt og göfugt markmið. Stundum stillti maður því upp þannig að þetta sé bara síðasti séns til að bjarga þessu tungumáli okkar. Það er rosalega dramatískt að stilla þessu svona upp, þetta er svona svipað eins og málverndunarsinnarnir á 19. öld þegar við vorum að berjast fyrir sjálfstæði okkar út af erlendum áhrifum frá Danmörku og víðar en kannski er dramatíkin rétta leiðin til að nálgast þetta.“ Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Gervigreindin, sem við höfum lesið um í hinum ýmsu framtíðarsögum, er mætt í öllu sínu veldi en sú sem talin er vera best talar nú íslensku. Fyrirtækið Miðeind hefur að undanförnu unnið með bandaríska fyrirtækinu Open AI, sem stendur að baki gervigreindarlíkaninu Chat GPT 4, og kennt greindinni íslensku. „Þetta er besta og stærsta gervigreindarlíkan sem opið er fyrir almenning og almenna notendur í dag,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar sem er hæstánægður með þetta þróunarverkefni. Vanalega eru stór mállíkön á borð við Chat GTP þjálfuð með ógrynni af textum af internetinu þegar verið er að kenna þeim stór og útbreidd tungumál. Það sama gildir hins vegar ekki um örtunguna íslensku og þurfti greindin smá hjálp. Mannlegi þátturinn skapar sérstöðuna „Það sem er einstakt við þetta verkefni er að við fengum 40 sjálfboðaliða hér á landi til að hjálpa okkur við að búa til spurningar og til að meta svör úr þessu gervigreindarneti sem hjálpar til við að ýta því í rétta átt þannig að það kunni betur að skilja og svara á íslensku. Það er þessi mannlegi þáttur sem er svolítið einstakur í þessu og þetta net hefur einungis verið þjálfað með þessum hætti á íslensku og ensku.“ Ævintýrið hófst upprunalega með heimsókn forseta Íslands í Kísildal fyrir tæpu ári en þá funduðu forseti og sendinefnd frá Íslandi með Sam Altman, forstjóra Open AI. „Ég verð bara að segja eins og er að við þurftum að klípa okkur í handlegginn á hverjum degi við tilhugsunina um að þarna værum við litlu Íslendingarnir í þessu merkilega þróunarverkefni sem ég held að sé alveg veraldarsögulegt. Í tilefni af fréttum af hinu íslenskumælandi gervigreindarlíkani mælti blaðamaður sér mót við Berg Ebba Benediktsson, rithöfund og fyrirlesara, sem hefur stundað nám í svokölluðum framtíðarfræðum í Toronto og skrifað mikið um gervigreind. Í ljósi þess að umfjöllunarefnið er nýstárlegt og stundum dálítið flókið ákvað fréttastofa að birta viðtalið við Berg Ebba í heild sinni þar sem hinar ýmsu hliðar á gervigreind eru skoðaðar. Hér er hægt að nálgast viðtalið í heild fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér gervigreind nánar. Bergur segir kenninguna um gervigreind hafa verið til í áratugi. Hún byggist á því að tölvur geti öðlast hugsun sem jafnast á við mannlega hugsun og í rauninni tekið yfir ýmis verkefni sem mannshugurinn gat áður einungis leyst sjálfur. En getur þetta framtak jafnvel orðið liður í því að bjarga þessari örtungu? „Það er alveg hægt að stilla þessu upp svona. Ég var sjálfur að vinna svolítið að þessum máltæknimálum í stjórn Almannaróms og þar var í rauninni markmiðið að koma einkafyrirtækjum, yfirvöldum og akademíska samfélaginu í samstarf við þessi stóru tæknifyrirtæki úti í heimi. Þetta er ótrúlega stórt og göfugt markmið. Stundum stillti maður því upp þannig að þetta sé bara síðasti séns til að bjarga þessu tungumáli okkar. Það er rosalega dramatískt að stilla þessu svona upp, þetta er svona svipað eins og málverndunarsinnarnir á 19. öld þegar við vorum að berjast fyrir sjálfstæði okkar út af erlendum áhrifum frá Danmörku og víðar en kannski er dramatíkin rétta leiðin til að nálgast þetta.“
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01
Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05
Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41