Gervigreind

Fréttamynd

Ó­heppi­legt ef fölsk mynd varpar sök á sak­lausan mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla biðst af­sökunar vegna myndarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla dreifði gjör­breyttri mynd af díselþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar þessara manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í há­þróuð gervi­greindar­svindl á ís­lensku

Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Þekktum Ís­lendingum lögð orð í munn með gervi­greind

Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd.

Innlent
Fréttamynd

GPT‑5 kemur í ágúst – á­skoranir og tæki­færi fyrir Ís­land

Á næstu dögum lýkur sumarleyfum margra og skólastarf hefst á ný – einmitt um það leyti sem vænt er að nýjasta útgáfa gervigreindarinnar, GPT‑5, líti dagsins ljós. Samkvæmt fréttum stefna OpenAI á að kynna GPT‑5 strax í byrjun ágústmánaðar. Þetta markar tímamót: eftir rólegri sumarmánuði tekur við haust þar sem skólar og vinnustaðir fara á fullt – og í þetta skipti bætist við áður óþekkt afl í stafrænum heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkja­for­seti birtir bull í bunkum

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016.

Lífið
Fréttamynd

Gervi­greindar­fyrir­sæta í Vogue vekur ugg

Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron

Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki.

Lífið
Fréttamynd

Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler

Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri.

Erlent
Fréttamynd

Gervigreindin beisluð

Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Rak í roga­stans þegar hann las við­talið við Bubba

Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

Innlent
Fréttamynd

Hefði stoppað Magga Mix á punktinum

Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi gerir sögu­legan samning um eigin líkindi til allrar fram­tíðar

Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum.

Innlent
Fréttamynd

Kynna nýtt kerfi gegn „gervi­greindarsópum“

Netinnviðafyrirtækið Cloudflare hefur kynnt til sögunnar nýtt kerfi sem mun vernda vefsíður frá „gervigreindarsópum“. Höfundarrétthafar munu þannig geta verndað verk sín á netinu, frá því að tæknifyrirtæki „sópi“ efninu upp í ágóðaskyni, án þess að greiða fyrir. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veður­stofan nýtir ofur­tölvu til að herma eftir hraun­flæði

Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði.

Innlent
Fréttamynd

Tölvu­póstar fjórðu iðn­byltingarinnar

Það er ekkert víst að „fjórða iðnbyltingin“ sé endilega heppilegt hugtak. Sjálfvirknivæðing starfa hefur verið látlaust ferli í nokkur hundruð ár. Síðan vindmyllur og framleiðslulínur urðu til, hefur ekkert rof átt sér stað í sjálfvirknivæðingunni.

Skoðun
Fréttamynd

Það skiptir máli hvernig gervi­greind er notuð í kennslu

Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum.

Skoðun
Fréttamynd

Bull og rugl frá Bugl

Nýlega birtist frétt á RÚV um vanda barna sem tengjast gervigreind sérstökum böndum. Eina heimildin í þeirri frétt var Guðlaug María Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri á Bugl. En hver var fréttin?

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind sem jafnréttistæki: Skóli án að­greiningar

Í fyrri greinum hefur ég fjallað um hvernig gervigreind getur létt álagi af kennurum (Sjá hér) og hvernig hún getur umbylt skólakerfinu með nýstárlegum hugmyndum (Sjá hér). En stærsta spurningin er sú mikilvægasta: hvaða þýðingu hefur þetta fyrir nemandann sjálfan? Sérstaklega þá sem þurfa mest á stuðningi að halda?

Skoðun
Fréttamynd

Tál­sýn um hugsun

Snemma í júní birti Apple Machine Learning Research nýja rannsókn á stórum mállíkönum (Large Language Models), sem vakið hefur verðskuldaða athygli og bendir til að rökleg geta mállíkana sé takmarkaðri en margir hafa talið.

Skoðun