Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 14:07 Ron DeSantis og Charlie Crist í kappræðunum í gær. AP/Rebecca Blackwell Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vill ekki heita því að sitja heilt kjörtímabil sem ríkisstjóri, nái hann endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði. Charlie Crist, mótframbjóðandi hans, gagnrýndi ríkisstjórann í kappræðum þeirra í gær og sagði hann ekki hafa áhuga til að sinna embættinu áfram. Öll hans athygli beindist að mögulegu forsetaframboði. Crist beindi kappræðunum ítrekað að því hvort DeSantis myndi sitja út allt kjörtímabilið en sá síðarnefndi kom sér ávallt hjá því að svara spurningunni. Í eitt skipti sagði Crist: „Af hverju horfir þú ekki í augu íbúa Flórída og segir þeim að ef þú verðir endurkjörinn munir þú sitja í embætti ríkisstjóra öll fjögur augun. Já eða nei?“ Eftir nokkra sekúndna þögn svaraði DeSantis á þá leið að hann vissi að Crist vildi tala um forsetakosningarnar 2024 og Joe Biden, forseta. DeSantis sagðist þó vilja einbeita sér að því að sigra Crist. Crist svaraði síðar og sagði þá: „Þú vilt ekki einu sinni segja hvort þú viljir vera ríkisstjóri Flórída eftir kosningarnar.“ DeSantis hefur, eins og margir aðrir frambjóðendur Repúblikanaflokksins, forðast viðtöl við fjölmiðla vestanhafs í aðdraganda kosninganna og viðburði þar sem hann gæti þurft að svara spurningum. Politico segir kannanir sýna að DeSantis sé líklegur til að sigra Crist. Hann hafi safnað mun meira af peningum og hafi varið um fjórfalt meira en Crist í sjónvarpsauglýsingar í Flórída. Kappræðurnar hafi líklega verið besta tækifæri Crists til að ná höggi á DeSantis og óljóst sé hvort það hafi tekist. DeSantis er 44 ára gamall Repúblikani og Crist er 66 ára gamall Demókrati, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída. Þeir tókust á um fleiri hluti eins og faraldur Covid, glæpi, þungunarrof, Joe Biden og það að DeSantis hafi sent um fimmtíu hælisleitendur til Marthas Vineyard í haust. Sjá einnig: Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Undanfarin ári hefur Flórída-ríki verið að færast til hægri, samkvæmt AP fréttaveitunni. DeSantis er talinn mjög líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir Repúblikanaflokkinn og það jafnvel þó Donald Trump, fyrrverandi forseti, ákveði að bjóða sig fram aftur. Ríkisstjórinn er talinn vilja ná öflugum sigri í Flórída og nota hann til að koma forsetaframboð sínu af stað. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Crist beindi kappræðunum ítrekað að því hvort DeSantis myndi sitja út allt kjörtímabilið en sá síðarnefndi kom sér ávallt hjá því að svara spurningunni. Í eitt skipti sagði Crist: „Af hverju horfir þú ekki í augu íbúa Flórída og segir þeim að ef þú verðir endurkjörinn munir þú sitja í embætti ríkisstjóra öll fjögur augun. Já eða nei?“ Eftir nokkra sekúndna þögn svaraði DeSantis á þá leið að hann vissi að Crist vildi tala um forsetakosningarnar 2024 og Joe Biden, forseta. DeSantis sagðist þó vilja einbeita sér að því að sigra Crist. Crist svaraði síðar og sagði þá: „Þú vilt ekki einu sinni segja hvort þú viljir vera ríkisstjóri Flórída eftir kosningarnar.“ DeSantis hefur, eins og margir aðrir frambjóðendur Repúblikanaflokksins, forðast viðtöl við fjölmiðla vestanhafs í aðdraganda kosninganna og viðburði þar sem hann gæti þurft að svara spurningum. Politico segir kannanir sýna að DeSantis sé líklegur til að sigra Crist. Hann hafi safnað mun meira af peningum og hafi varið um fjórfalt meira en Crist í sjónvarpsauglýsingar í Flórída. Kappræðurnar hafi líklega verið besta tækifæri Crists til að ná höggi á DeSantis og óljóst sé hvort það hafi tekist. DeSantis er 44 ára gamall Repúblikani og Crist er 66 ára gamall Demókrati, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída. Þeir tókust á um fleiri hluti eins og faraldur Covid, glæpi, þungunarrof, Joe Biden og það að DeSantis hafi sent um fimmtíu hælisleitendur til Marthas Vineyard í haust. Sjá einnig: Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Undanfarin ári hefur Flórída-ríki verið að færast til hægri, samkvæmt AP fréttaveitunni. DeSantis er talinn mjög líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir Repúblikanaflokkinn og það jafnvel þó Donald Trump, fyrrverandi forseti, ákveði að bjóða sig fram aftur. Ríkisstjórinn er talinn vilja ná öflugum sigri í Flórída og nota hann til að koma forsetaframboð sínu af stað.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26
Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent