Hvetja Breta til að spara gas og rafmagn í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 14:51 Bretar nota gas til húshitunar og eldunar. Orkukostnaður heimila hefur rokið upp úr öllu valdi eftir að Rússar hættu að selja gas til Evrópu. Vísir/EPA Orkustofnun Bretlands hvatti landsmenn til þess að spara gas og rafmagn eftir fremsta megni til þess að draga úr hættu á því að grípa þurfi til skammtana og hjálpa til við að lækka verð. Forstjóri stofnunarinnar telur þó ólíklegt að skortur verði á gasi og rafmagni. Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu. Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu.
Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira