Hvetja Breta til að spara gas og rafmagn í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 14:51 Bretar nota gas til húshitunar og eldunar. Orkukostnaður heimila hefur rokið upp úr öllu valdi eftir að Rússar hættu að selja gas til Evrópu. Vísir/EPA Orkustofnun Bretlands hvatti landsmenn til þess að spara gas og rafmagn eftir fremsta megni til þess að draga úr hættu á því að grípa þurfi til skammtana og hjálpa til við að lækka verð. Forstjóri stofnunarinnar telur þó ólíklegt að skortur verði á gasi og rafmagni. Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu. Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu.
Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira