Vantar raddir í virkjanakórinn? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 13. október 2022 13:01 Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun